Eva Ruza skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Eva Ruza- Ég skal vera osturinn á milli í þessari samloku…

Ég meina það.

Þessi fyrirsögn kemur frá hjartanu.

Ef Ryan Reynolds og Chris Hemsworth væru samlokubrauð, það myndi ég glöð liggja eins og bráðnuð ostaklessa á milli þeirra….og Bruno Mars má borða okkur.

Ég held að ég geti mic-droppað að þessi setning sem ég skrifaði hér að ofan er ein sú steiktasta sem ég hef skrifað, en hún kemur frá hjartanu og það er það eina sem skiptir máli. Þið náið samhenginu.

Tveir af mínum uppáhalds leikurum í Hollywood eru þeir Chris Hemsworth & Ryan Reynolds.

Guð minn einasti hvað þeir gleðja augun mín þegar þeir birtast á skjánum með ofboðslega fallegu andlitin sín og afbragðs heildarútlit. Ok, ég skal bara say it and don´t spray it.

Þeir eru drop dead gordjöss og mig langar til að snerta þá…. ekki neitt dónalega skiljiði. Bara kannski koma við upphandleggina á þeim. Eða strjúka á þeim vangann, jafnvel mundi ég sætta mig við að fá bara að strjúka handarbakið á þeim.

Ástæðan fyrir þessum pistli mínum er sú að ég fór með J.T í bíó í gær…Sigga, mínum heittelskaða.

❤ #soulmates ❤ #vorfagnadurbc2017 #asos #zara #foreverhis

A post shared by 🌟 Eva Ruza🌟 (@evaruza) on

Ég hef oft fengið að heyra frá fylgjendum mínum á snapp (evaruza) að þeim finnst Siggi líkjast Justin Timberlake. Jebb, ég sverða.

I got my own J.T

En aftur að bíómyndinni.

Við skelltum okkur á myndina Thor- Ragnarok, og sem miklir aðdáendur Marvel myndanna þá voru væntingarnar mjög miklar.

Og guð minn einasti, þetta er ein af betri Marvel myndunum get ég sagt ykkur. Chris leikur þar , að sjálfsögðu Thor, eins og hann hefur gert í öllum hinum myndunum, og drengurinn hefur aðeins verið í ræktinni fyrir þessa mynd sýndist mér á öllu…. ef augun voru ekki að svíkja mig að þá sá ég gríðarlega mikla upphandleggsvöðva og i eitt skipti var hann alveg ber að ofan

 Já já, við getum svosem verið sammála um að hann lookaði ágætlega. (eva ostur er byrjuð að bráðna).

Myndin var ÓGEÐSLEGA fyndin og var á fullu blasti allan tímann með sprengjum, látum og slagsmálum sem Thor gat hnykklað vöðvana í.

En Chris er Ástrali og einn þriðji af Hemsworth bræðragenginu sem allir duttu allsvakalega í genalukkupottinn.

Mér varð það ljóst fyrir löngu síðan að Ástralar eru gríðarlega fallegt fólk, og er ég mikill aðdáandi margra Ástrala.

En Chris býr þar ásamt konunni sinni, hinni gullfallegu Elsu Pataky sem er einnig leikkona og hefur meðal annars leikið í myndunum Fast and The Furious. Saman eiga þau þrjú börn og er hann fellow twin father eins og ég. En við eigum bæði tvíbura. Ég held að það sé skrifað í stjörnurnar að við verðum one day, best friends.

Chris og Elsa ákváðu að þau vildu ekki búa í Hollywood eftir að börnin fæddust, einfaldlega vegna þess að þau vilja að þau alist upp eins eðlilega og hægt er og þeim líkar ekki sýndarveruleikinn sem Holly er.

Chris leggur mikið á sig, og þegar hann er í tökum, þá flýgur hann heim hvenær sem tækifæri gefst.

Ég meina, what a man Chris! Ég hef ALDREI lesið slúður um hann eða hans hjónaband sem verður að teljast vel af sér vikið í Holly.

Hann er að virðist virkilega góður maður sem vill ekkert meira en að vera góður pabbi og eiginmaður. (eva ostur er að bráðna mjög mikið). 

Mæli með að þið hendið ykkur á Thor-Ragnarok í bíó ( ekki #ad)!

Ryan, Ryan, my man Ryan.

Ryan hefur oft verið vanmetinn sem leikari finnst mér og ekki kannski valið sér hlutverk sem passa honum.

En hann gekk lengi með hugmyndina af Deadpool í maganum og hafði mikið fyrir því að hún færi í framleiðslu. Sem betur fer hætti hann ekki fyrr en það gekk upp, því sú mynd endurreisti ferilinn hans og orðstír og var sú mynd ein tekjuhæsta bannaða mynd allra tíma um allan heim.

Hann er giftur leikkonunni Blake Lively, en á að baki annað hjónaband með leikkonunni Scartlett Johansen. Hann á tvö börn með Blake og eru þau oft nefnd sem hjónin með mesta húmorinn í Holly. Þau taka sjálfa sig ekkert of alvarlega og birta oft myndir af hvort öðru á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem þáu skjóta fast og fyndið á hvort annað.

Þau léku saman í kvikmyndinni Green Latern og urðu þá mjög góðir vinir, en voru þá bæði í samböndum. Eftir að þau sambönd liðu undir lok fór þau saman á double date...með öðrum. En það kvöld kviknaði neisti á milli þeirra sem varð að flugeldasýningu- Thank GOD!!!

Þegar Ryan tók við MTV verðlaunum fyrir besta húmorinn í hlutverki, sagði hann þetta og ég dey smá þegar ég les þetta:

“I want to thank my wife, Blake. Everything I do is to make her laugh, especially the sex.”

Mér finnst hann svo orðheppinn og ógeðslega fyndinn týpa. Og mér finnst ekkert vera meira sexy en húmor.

Eitt það allra mikilvægasta í lífinu er að hafa húmorinn á réttum stað og taka sjálfan sig mátulega alvarlega…og það hafa þeir báðir, Chris og Ryan.

-Ryan á líka ofboðslega falleg augu, og bros (osturinn er að verða tilbúinn)

Ég held áfram að vera fan number one.

Eruð þið ekki örugglega öll búin að sjá nýjustu Sorpanos auglýsingaherferðina?

 

Brandenburg auglýsingastofa

Yours truly fer þar með mikilvægt hlutverk sem kærasta Toni Sorpanos ( Helgi Björns), og þvílíkur leiksigur hefur sjaldan sést.

Ljósmynd: Republik Film Production

 

Góðkunningjar okkar eru mættir aftur í nokkrum nýjum Sorpanos auglýsingum sem Brandenburg – auglýsingastofa og Republik Film Productions unnu fyrir okkur. Arni Thor Jonsson leikstýrði Helga Björns, Birni Jörundi og fleirum sem eins og áður eru á fullu við að leysa ýmis „vandamál“.Sjáið allt draslið hér 👉 http://bit.ly/Sorpanos-II

Posted by SORPA Flokkum og skilum on Tuesday, October 31, 2017

Hér er hægt að sjá allar hinar auglýsingarnar!

Stay 6y kids

One Love

Eva Ruza

Þið finnið mig inná minni eigin sjónvarpsstöð á snappinu:  evaruza

Instagram: evaruza

Einnig finnið þið mig inni á facebook síðunni minni: Eva Ruza