Eva Ruza skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Eva Ruza- Ellen & dass af Hollywood

Sólin skín úti og vorið nálgast okkur óðfluga er ég sit hér í makindum og rita þennan pistil.

Þið haldið kannski að ég ætli þá að skrifa hérna væmin og fallegan pistil um hvað lífið er dásamlegt og gott,

– sem það svo sannarlega er.

En nei ég ætla að vaða beint í einn sólargeisla sem ég er nokkuð viss um enginn mundi voga sér að skrifa neitt slæmt um.

Já ég er að tala um hana Ellen DeGeneres, sem er gangandi ray of sunshine hér á þessari plánetu sem við köllum jörð.

Ég held að ég muni aldrei getað lýst aðdáun minni á þessar konu nógu mikið til að þið fattið hversu mikið ég elska hana. Hún er ekki bara ÓGEÐSLEGA svakalega fyndin, með bullandi sjálfstraust heldur er hún líka með hjarta úr gulli sem vill svo innilega breyta heiminum.

Ég get alveg viðurkennt að ég felldi tár þegar Obama heiðraði hana með Presidental Medal of Freedom, sem  er æðsta borgaralega orðan sem bandaríkjaforseti veitir. Það sem Obama hafði um hana að segja áður en hann hengdi orðuna á hana, var eins og talað frá mínum munni.

Ellen var sú fyrsta sem kom fram sem lesbía in the showbiz world fyrir rúmum 20 árum og var í rauninni tilbúin að fórna framanum sínum til að fá að vera hún sjálf.

En málið með Ellen er það, að hún er eins og hún er, fyndin, skemmtileg, falleg og góð, og við getum þakkað Guði fyrir að henni var tekið eins og hún er þarna many years ago. Því það hefur svo sannarlega ekki verið auðvelt þá, þegar heimurinn og hugur fólks var kannski aðeins meira lokaður en hann er í dag.

Að sjálfsögðu skiptir engu máli hvern maður elskar. Það eina sem skiptir máli er hversu góð manneskja maður er í raun.

Allt annað er aukaatriði.

Hún hefur stýrt sínum eigin spjallþætti frá árinu 2003, sem er einn sá vinsælasti í heimi, hún hefur hlotið 29 Emmy verðlaun , 20 sinnum People Choice Awards, sem er meira en nokkur annar hefur hlotið og tugi annara verðlauna fyrir vinnu sína í þágu góðgerðarmála.

Hún er gift henni Portiu De Rossi sem gerði garðinn frægan í Ally McBeal, sælla minningar. Þær virðast eiga nokkuð stabílt hjónaband á Hollywood mælikvarðann og les ég sjaldan slúður um þær. En trúið mér, ef ég heyri skilnaðarorðróm um þær, þá er ég farin á google vaktina og verð alltaf jafn glöð að lesa á milli línanna að þetta sé slúður.

En Ellen er umhugað um fólkið í kringum sig og veitir fólki óspart tækifæri til að koma sjálfum sér á framfæri í þættinum sínum. Hollywood elskar hana og alheimurinn allur. Ég þarf í rauninni að senda henni eitthvað efni frá mér og sjá hvort ég nái ekki að troða mér í þáttinn hennar.

Hversu mikill draumur væri að fá að vera með spjallþátt í anda Ellen.

Ég mundi bara láta hann heita

eVeTV!- Celebrity World

…og ég lagði metnað í þetta logo.

Þar mundi ég vaða í stjörnufréttir og annað misgáfulegt sem skiptir litlu máli í alvarleika lífsins, en skiptir svo sannarlega miklu máli fyrir andlegu hliðina.

We all need that something sem lyftir sálinni upp.

Ég geng bara kannski í málið. Ég meina, það er enginn að fara að gera það fyrir mig. Stay tuned people!

Annars er það að frétta frá Hollywood að Kate Hudson og Brad Pitt er EKKI að deita eins og fréttir hermdu  fyrir nokkru síðan. Ég hefði svosem alveg elskað þann ráðhag.

Hún var í sleik við einhvern allt annan dúdda sem var að sjálfsögðu smellt á mynd hjá einum af miskunnarlausum paparazza mér til mikillar ánægju.

Ég held að fáir átti sig þeim mikla áhuga sem ég hef á fræga fólkinu í Holly. Ég byrjaði að blogga á minni eigin síðu, blessuð sé minning hennar, fyrir ca. 15 árum og þá var Hollywood mitt eina umræðuefni.

Glee stjarnan Naya Rivera og David Spade eru víst að deita!!!!!

Heyrið þið í hissaleikanum í röddinni minni þegar ég skrifa þessa setningu?

DAVID SPADE? Ha? Naya?

Really. I didn´t see this one coming

Mel B og Stephen Belafonte er víst skilin og það eru sko sögur á bakvið þann skilnað get ég sagt ykkur. Þau voru víst í opnu hjónabandi og voru oft með þriðja aðila með sér í svefnherberginu, sem er bara all good ef það hentar þeim.

Whatever floats you boat people….

Stephen var víst mjög agressívur á allan hátt við Mel greyið og fór iðulega á klúbbana til að pikka upp píur á bakvið Mel. Svona aðstæður enda illa. Það er bara þannig. Mel B er betur sett án hans. Mér leist aldrei á hann þegar þau voru að byrja að deita.

Mel B, fyrrum tengadóttir okkar íslendinga á betra skilið en hann Stephen.

…p.s. ég fann mjög mikið af svona berum myndum af Steph og Mel. Þau elska greinilega að vaða um allt hálfber.

En ég ætla að enda þessa svaðalegu romsu mína á orðum frá uppáhalds vinkonu minni, sem veit samt ekki að hún er vinkona mín, Ellen:

,,Find out who you are and be that person.

That’s what your soul was put on this Earth to be.

Find that truth, live that truth and everything else will come.

Ellen DeGeneres

Holly kveðja á ykkur kids!

Þið finnið mig inná minni eigin sjónvarpsstöð á snappinu:  evaruza

Instagram: evaruza

Einnig finnið þið mig inni á facebook síðunni minni: Eva Ruza