Eva Ruza skrifar Flokkað undir Tæki & Tækni.

Eva Ruza-Hér er ró og hér er friður….Jólagjöfin í ár!

Ég get svoleiðis snarsvarið það að ég hélt að ég myndi aldrei skrifa færslu sem innihéldi lofræðu um heyrnatól. Ekki vegna þess að ég hafi eitthvað á móti heyrnatólum, heldur vegna þess að ég hef aldrei haft neina sérstaka skoðun á þeim eða pælt í þeim.

Þangað til núna.

Ég fékk að gjöf í sumar Bose heyrnatól frá Nýherja og er búin að taka mér góða 4 mánuði til að mynda mér skoðun á þeim. Heyrnatólin heita fullu nafni Bose Quiet Comfort 35 og þessi tilteknu sem ég ræði hér um eru til heimilis í vesturbæ Kópavogs.

Ekki hélt ég að ég mynd einhvern tíman pæla í gæðum heyrnatóla, en ég hef þroskast gríðarlega mikið síðan í sumar og er komin í fullorðin manna tölu.

Með heyrnatólunum fylgdi bæklingur sem ég trúði svona semi.

Ég er ekki auðkeypt og hugsaði með sjálfri mér,,,je ræt” Ekki séns að þau dempi umhverfishljóð við það eitt að setja þau á sig. En ég er móðir tveggja barna og hvað er betra að prófa svona græju en milli 17 og 19, á svokölluðum úlfatíma hjá börnum. Ég get sagt ykkur það að ég hef aldrei upplifað jafn hljóðlátar stundir og þegar ég geng um heimilið með heyrnatólin. Og vitiði það skiptir ekki máli hvort að ég sé að spila Spotify í græjunni eða gangi einfaldlega um heimilið með ekkert í heyrnatólunum. Þetta svínvirkar. Svínvirkuðu svo vel að eiginmaðurinn hefur reynt að stela þeim af mér.

No my friend, þessi lætur þú vera.

Ég mæli sérstaklega með því að segja við börnin, mamma þarf að fara á klósettið…skella á sig græjunni, loka hurðinni, og ég lofa að þið heyrið ekki þegar krakkarnir byrja að banka um leið og þið lokið. ,,Story of a mom´s life”

Einnig fór ég með þau í flug yfir til Miami í nóvember og ég hef alltaf átt erfitt með  að sofna í flugi. Sef laust og heyri ALLT sem er í gangi um borð. En í þessari tilteknu flugferð eyddi ég tímanum bæði í að grenja yfir This is Us þáttunum, með heyrnatólin á eyrunum á milli þess sem ég slökkti á öllu og svaf eins og unglamb, í friði og ró. Ég held reyndar að ég hafi ekki verið neitt sérstaklega krúttleg, með gapandi munn og mögulega smá slef.

Þeir sem hafa þekkt til Bose i véilinni, hafa hugsað með sér þegar þeir gengu framhjá mér að þarna væri krúttlegur sláni í draumahöllinni……  allt Bose að þakka. Ég veit að þetta hljómar eins og útvarpsauglýsing, en þetta kemur frá mínum innstu hjartarótum.

Ljósmynd: Ása Steinars/SAHARA

Ég fæddist brussa, klaufi og klunni í þennan heim og því hentar mér persónulega gríðarlega vel að þau eru þráðlaus. Einnig eru þau með bluetooth tengingu sem hentar eignmanninum mjög vel þegar ég horfi á vinkonur mínar í Kardashian/Jenner fjölskyldunni í sjónvarpinu. Hann þjáist af bráðaofnæmi fyrir þeim skvísum og var fljótur að tengja græjuna beint við sjónvarpið. Eitthvað sem ég var ekki einu sinni búin að átta mig að hægt væri að gera. Svo styttist líka í Chris Harrison og vini okkar í Bachelor á ný, þannig að maðurinn hefur öðlast alveg svakalegan frið síðustu 4 mánuði.

Ljósmynd: Ása Steinars/SAHARA

Eins og þið kannski lesið að þá hef ég myndað mér mikla skoðun á græjunni og ég áttaði mig alls ekki á því fyrr en núna þegar ég sit hér og hamra á  lyklaborðið. Mögulega ekki tæknilegasta færslan en HÉR getið þið lesið allt um BQC35.

Eins og ég sagði í upphafi að þá eru þessi tilteknu sem ég á með lögheimili hjá mér, en ég veit að félagar mínir í Nýherja eiga jólagjöfina í ár til!

Færslan er unnin í samstarfi við Nýherja en ég hefði aldrei skrifað þennan pistil ef ég elskaði ekki Bose heyrnatólin mín jafn mikið og ég geri!- æji svo grunar mig að ég sé Andlit Bose á Íslandi. Segjum það bara. Ég er viss um að Nýherji samþykkir það. Spurning um að ég fari í að senda tölvupóst bara beint í höfðustöðvar Bose….

Læt ykkur vita hvernig það mál fer!

Until Next time

One Love

Eva Ruza

Þið finnið mig inná minni eigin sjónvarpsstöð á snappinu:  evaruza

Instagram: evaruza

Einnig finnið þið mig inni á facebook síðunni minni: Eva Ruza