Eva Ruza skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Eva Ruza-Frjósemisguðinn sveimar yfir Hollywood

Gleðilegt ár blómin mín öll sem ein!!

Ég er orðin stórskuldug af bloggfærslum eftir vægast sagt brjálaðan desembermánuð í vinnu.

En Hollywood sofnaði ekki þó að Hollywood Fréttaveita ykkar hér á Króm.is og í raun allra Íslendinga hafi sofnað á vaktinni á meðan fögnðurinn yfir jesúbarninu gekk yfir landið.

Og ég vil hefja þessa færslu á að zippa okkur yfir til Calabasas og segja ABOUT FRIGGING TIME KHLOÉ!!!!!!

About time að þú loksins frelsar bumbuna sem allir vissu að þú værir að safna framan á þig OG MIKIÐ OFBOÐSLEGA ER ÉG HAMINGJUSÖM FYRIR ÞÍNA HÖND!!!!

Ég er búin að liggja á bæn (mjög ýkt) í að verða 10 ár þar sem ég hef óskað þess heitt og mikið að hún vinkona mín Khloé Kardashian fengi það mikla hlutverk að fá að ganga með barn.

En mikið er ég glöð að það varð ekkert að þeim barnsdraumi okkar vinkvennanna fyrren nú, því ég held að hún sé komin loksins í réttar hendur. Stóru hendurnar hans Tristan Thompson, NBA körfuboltaleikmanns.

Þau hjúin eiga von á barni eftr 3 mánuði, en Kholé er víst gengin 6 mánuði á leið. Ástæða þess að hún faldi sig vel og lengi er sú að hún vildi njóta þess að vera ólétt í friði. Ég var að vísu löngu búin að spotta vöxt um hana miðja og fylgjast grannt með gangi mála, þannig að þessi uppljóstrun hennar kom mér ekki á óvart.

Khloé reyndi lengi vel að verða ófrísk með fyrrverandi eiginmanni sínum , Lamar Odom, en eftir að fór að halla undan fæti hjá þeim hætti hún að reyna og taldi sjálfri sér meira að segja trú um að hún væri ófrjó.

Halelúja og thank you babyking að svo var ekki raunin.

Ef við vindum okkur þá yfir í yngstu Kardashian/Jenner systirina, Kylie!

Khloe var hjá Ellen í gær eða fyrradag og Ellen grillaði hana með spurningum um Kylie og ég er að segja ykkur það.

Ég sé það með ELlen í augunum á henni að Kylie er pregger!!l

Sú pía er svo snarólétt en er að hafa svo mikið fyrir því að fela það að það er nánast óþolandi!!!! Nennir hún bara að koma þessu frá sér! Þessi gríðarlega óvissa er mér um megn. Ég er búin að sjá myndir af henni kasóléttri sem var tekin úr mikilli fjarlægð en þar sést greinilega að barn vex og dafnar inn í henni. Sagan segir líka að hann Travis, verðandi barnsfaðir Kylie sé búinn að yfirgefa hana!!! Ég sá það svosem alveg fyrir mér að myndi gerast. Hef ekki haft mikla trú á honum hingað til. Vona að hann standi sig fyrir barnið sitt sem er VÍST að fara að fæðast í heiminn,

En ég spyr nú samt, WHO ARE YOU TRAVIS?? Ég hafði ekki hugmynd um hver þessi drengur var fyrren hann byrjað að fara í sleik við Kylie. Ég veit að hann rappar og er víst töff. Meira veit ég ekki.

Enrique Iglesias og Anna Kournikowa eignuðust svo tvíbura á dögunum.

HA??? HA SEGI ÉG!!??

Mér finnst vinur minn Enrique koma mjög aftan að mér með þessar fregnir, þar sem ég í fyrsta lagi vissi bara alls ekki að hann væri enn með Önnu! HVar er hún búin að halda sig? Hvar eru þau búin að ná að hanga saman án þess að ég tæki eftir því? OG hún með tvíburakúlu? Hvernig tókst henni þetta! ?

Spurning sem ég fæ líklegast, eða kannski frekar, ALDREI svarað, og verð ég að lifa með því. Ég hinsvegar samgleðst þeim gríðarlega mikið og það er nokkuð ljóst að svala fólkið hendir í tvö í einu….. ég og Siggi, Enrique og Anna, Ricky Martin, Jennifer Lopez og Marc Anthony , Julia Roberts, Angelina Jolie,

Beyonce, George Clooney.. ég gæti haldið áfram að telja, en þið sjáið þarna að við svala fólkið höldum hópinn.

Ég heiti ykkur því að á nýju ári mun ég ALDREI sofna á verðinum aftur og gefa ykkur fréttirnar glóðvolgar beint í æð!!

Until next time

Eva Ruza

Þið finnið mig inná minni eigin sjónvarpsstöð á snappinu:  evaruza

Instagram: evaruza

Einnig finnið þið mig inni á facebook síðunni minni: Eva Ruza