Eva Ruza skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Eva Ruza- Glamúrpían Katie Price

Uppáhald gulu pressunnar í Bretalandi hefur verið sama manneskjan í fjölda mörg ár.

Katie Price, eða Jordan eins og margir þekkja hana.

Hún skaust upp í stjörnuhimininn þegar hún pósaði nakin á forsíðu 3 í æsifréttablaðinu The Sun.

En hún Katie er þekktust, fyrir utan það að sýna nakin líkama sinn, fyrir hjónaband sitt við hjartaknúsarann gríska, Peter Andre. Sú ást sem hélst á milli þeirri frá árinu 2005-2009 var ást sem ég hélt að myndi aldrei deyja. Þau kynntust í raunveruleikaþáttunum ,,I´m a celebrity, get me out of here”.

Þegar þau tilkynntu um skilnað sinn varð ég gríðarlega hissa. Eftir að hafa lesið ævisögu Jordan sem hún gaf út á meðan hún var enn gift honum Pétri sínum þá var ég handviss um að þarna væri komin ást sem aldrei myndi kulna. Hún lýsti meðal annars miðfæti Peters mjög vel fyrir lesendum og líkti honum við tré. Ekki að það skipti nokkru máli í stóra samhenginu, en hann virtist vera stóra ástin hennar….á allan hátt .

Er ég nokkuð viss um að hann var það fyrir henni, en ástin kulnaði þrátt fyrir það. Þau náðu nú samt að eignast tvö börn saman, sem eru virkilega vel af guði gerð. Áður átti hún son sinn Harvey, sem er mikið fatlaður, með fótboltakappanum Dwight Yorke. Sá lúsablesi neitaði reyndar að hann ætti hann, eða allt þar til hún rak DNA upp í fésið á honum og sannaði það.

Katie á fleiri en eitt hjónaband að baki og fleiri en tvö. Hún er þrígift og núna hefur síðasta hjónaband hennar liðið undir lok. Er reyndar hissa á að það hafi ekki löngu verið farið til fjandans.

Nú síðast var hún gift yngri dreng sem heitir Kieran Hayler og með honum á hún 2 ung börn.

Árið 2014 reið jarðskjálfti yfir hjónabandið þeirra þar sem upp komst að hann væri búinn að vera að halda framhjá Katie MEÐ BESTU VINKONUM HENNAR TIL 20 ÁRA!!!

Og já eins og glöggir lesendur hafa lesið, að þá skrifa ég vinkonum í fleirtölu, því hann tók ekki eina, heldur tvær. Og þær flokkuðust undir hennar bestustu vinkonur.

Shame on you people!!

En Kieran hefur viðurkennt að vera kynlífsfíkill og það hafi einungis aukið á spennuna hjá honum að vita að þær væru ,,bestu” vinkonur Katie.

Katie og Kieran með Harvey (sonur Dwight Yorke), Princess og Junior(börn Peter Andre)

Einhvernvegin ákvað Katie að fyrir gefa Kieran þennan viðbjóð, en vinkonur sínar hefur hún hinsvegar ekki talað við síðan þetta kom upp á.

Þið haldið kannski að eftir þetta hafi Katie og Kieran siglt lygnan sjó.

Aldeilis ekki!!

Haldið ekki að Katie hafi verið að komast að því að Kieran sé búinn að vera að banga BARNFÓSTRUNA sem bjó á heimilinu.

Ekki einu sinni, heldur í heilt ár léku þau sér um allt hús. Hann hefur rætt þetta opinskátt í fjölmiðlum og segir að meira að segja barnaherbergin hefðu ekki verið heilög!!! HVUR ANDSKOTINN !

Nikki, barnapían harðneitar þessum ásökunum um kynlífið með gifta manninum, en Kieran segir að þetta sé heilagur sannleikur, hann sé með sönnunargögn í símanum og hann hafi enga hagsmuni á að ljúga um þetta. Hann geti sængað hjá hverri sem er og að barnfóstran hafi verið the chosen one.

Þarna setti Katie puntkinn við endann á hjónabandinu. Þarna segir hún stopp. Ekki nóg með að komast að þessu framhjáhaldi, heldur komst hún að því í sömu viku að mamma hennar, sem hefur verið hennar stoð og stytta í lífinu sé með ólæknandi sjúkdóm sem mun draga hana til dauða á næstu 3- 5 árum.

Já eg skal segja ykkur það að ég er farin að svitna bara við að skrifa þetta.

Það á ekki af sumum að ganga, það er nú bara þannig.

Katie er daglega á milli tannana á fólki, sem er nákvæmlega eins og hún vill hafa það. Henni hefur tekist að búa til eitt stórt veldi í kringum sig og er metin á um 45 milljón pund…sem gera- nei ég nenni ekki að reikna það. Það er allavega ógeðslega mikill peningur.

Eitt veit ég fyrir víst, og það er að ég mundi ekki vilja vera óvinkona Katie, því dayyyyuum, hún svíst einskis ef henni líkar ekki við viðkomandi.

Ég held svo að í næsta pistli sé kominn tími á að taka aðeins Bieberinn fyrir, en ég held að hann sé loosing it….

Stay tuned!!

Slúðurkveðja á ykkur kids!

One Love 

Eva Ruza

Þið finnið mig inná minni eigin sjónvarpsstöð á snappinu:  evaruza

Instagram: evaruza

Einnig finnið þið mig inni á facebook síðunni minni: Eva Ruza