Eva Ruza skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Eva Ruza- HALDIÐ YKKUR FAST!! Það er nýtt Kardashian barn á leiðinni!!!

Ég get svo svarið fyrir það!!

Það verður seint sagt að ástríða mín fyrir Hollywood fréttum sé lítil. Akkúrat núna þegar ég skrifa þessi orð er klukkan að ganga hálf eitt eftir miðnætti og ég var að taka síðasta rúntinn á netinu inni á slúðursíðunum og rek þá augun í þessa fyrirsögn

Kylie Jenner is pregnant – CNN – CNN.com

Kylie Jenner Is Reportedly Pregnant | Vanity Fair

Kylie Jenner Pregnant With Travis Scott’s Baby | Billboard

Kylie Jenner is pregnant | Fox News

Eins og þið sjáið að þá eru þetta með virtari vefsíðum sem hoppa á ,,Kylie Jenner er ófrísk lestina”

Kylie Jenner er yngst af Kardashian/Jenner klaninu sem er ein umtalaðasta og frægasta fjölskylda heims!

Mér fannst það skylda mín sem Hollywood Fréttaveita ykkar hér á Króm.is að færa ykkur fréttirnar beint í æð um leið og þær berast!

Kylie hefur verið að deita rapparann Travis Scott, sem ég hef reyndar ekki hugmynd um hver er , síðan í apríl síðastliðnum. Þá var hún í löngu sambandi með öðrum rappara sem kallar sig Tyga.

Um leið og fréttir af óléttunni fóru að berast setti Tyga þetta á Snapchat

-smá stælar í Tyga

en eyddi því jafnóðum. Hann fattar greinilega ekki að  þar sem hann er með yfir milljónir fylgjenda á hinum ýmsu samfélagsmiðlum að þá nær ALLTAF einhver screenshooti þó þú eyðir því strax.

Kylie er með hátt í hundrað milljón fylgjenda á instagram, eða um 98M. Systir hennar Kim heldur enn kórónunni með 103 M fylgjenda. Kylie hefur búið til sitt eigið veldi og er á góðri leið með að verða ríkasti meðlimur þessara stórkostlegu fjölskyldu, en ég hef alltaf verið mikill K-Fan.

Hún er sú allra yngsta sem hefur lent á listanum fræga Forbes, sem tekur saman ríkustu einstaklinga í heiminum í dag og er á góðri leið með að eignast yfir billjón dali…já það er vist hægt.

En nú snýst lífið hennar Kylie 360 gráður, ef fréttir reynast réttar að hún beri barn undir belti.

Ég get rétt ímyndað mér að hún muni ekki komast útúr húsi núna vegna paparazzi ljósmyndara sem þrá ekkert annað en að ná að smella af henni mynd og græða á tá og fingri fyrir þá mynd. 

Hún hefur alltaf sagt að hana langar til að verða ung móðir og það virðist á öllu að draumur hennar sé að fara að rætast. Ekki að að ég hafi nokkrar áhyggjur af því að þessar ólétta muni eitthvað stoppa hana í því að framkvæma hlutina.

Lip Kit veldið hennar veltir mörgum milljörðum dala og engin lát virðast vera á vinsældum hennar.

ÞEtta er náttúrulega stórkostlegar fréttir ef þær reynast réttar, þar sem Mama Kris og ungarnir hennar vinsælu fagna 10 ára afmæli núna um helgina.

10 ár síðan þau skutust öll upp í stjörnuhimininn og hafa setið þar sem fastast. EF fréttir reynast sannar, sem mér sýnist á öllu, að þá er þetta gríðarlega gott fyrir áhorfstölur fyrir nýjustu seríu KArdashian/Jenner fjöllunnar.

Kylie er sögð yfir sig ánægð með fréttirnar og á að eiga í kringum sama leyti og Kim og Kanye eiga von á tvíburunum sínum, sem þau eru að eignast með staðgöngumóður.

Eitt er víst að það er sjaldan lognmolla í kringum þessa fjölskyldu og ég vona svo sannarlega að þau haldi uppteknum hætti næstu ár. Ég skemmti mér allavega konunglega að fylgjast með ævintýrum þeirra og trúi stundum varla að allt sem kemur uppá hjá þeim, sé ekki einfaldlega bara leikið.

En þú getur víst ekki leikið kynleiðréttingu eins og Bruce fór í, taugaáfall eins og Kanye fékk, overdós eins og Lamar fyrrverandi eignmaður Khloé fékk, alkóhólisma og vesenivesen eins og vinur minn Scott Disick þjáist af….og listinn gæti haldið áfram.

Ég verð allavega á refresh takkanum næstu daga og bíð eftir yfirlýsingu frá Kylie sjálfri.

K-Kveðja á ykkur kids!

Be Happy- eina sem blívar

Þið finnið mig inná minni eigin sjónvarpsstöð á snappinu:  evaruza

Instagram: evaruza

Einnig finnið þið mig inni á facebook síðunni minni: Eva Ruza