Eva Ruza skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Eva Ruza – Halloween helgi, vika og búningar fræga fólksins!

Já það er eins gott að girða sig í brók núna og dúndra í eina færslu. Samkvæmt mínum útreikningum þá skulda ég ykkur færslu, en sökum mikilla anna í síðustu viku lét ég nóbelsskriftir sitja á hakanum.

En við ætlum að vaða um víðan völl í þessum pistli og ég get sagt ykkur að skrímsli munu einkenna hann.

Skrímsli sem vakna til lífsins í kringum Hrekkjavökuna.

Hrekkjavakan er ekki stór hátíð hér á landi, því miður, því mér finnst hún persónulega vera meira spennandi en öskudagurinn. Skreytingar, graskersljós og allskonar verur vakna til lífsins. Einhvernvegin mun meira fyrir augað og alla fjöskylduna en öskudagurinnn. En þetta er einugis mitt mat og þarf ekki að endurspegla mat þjóðarinnar.

En þetta árið má segja að ég hafi tekið Halloween með trompi, en þið sem fylgist með mér á samfélagsmiðlunum vitið að ég vann mikið verk í undirbúningi fyrir Halloween Horror Show tónleikana sem voru síðastliðna helgi í troðfullu Háskólabíó.

Ég var búin að henda mér í 5 skrímsli síðan í júní þegar helgin var yfirstaðin.

Og þegar ég segi skrímsli, að þá meina ég skrímsli með lekandi blóð, ógeðsleg augu og hræðileg video.

Ég á samt engan heiður af skrímslunum fimm, en Tinna systir mín Miljevic fær allt kredit. Hún er förðunarfræðingarMEISTARI, sem hefur sérmenntað sig í skrímslunum og special effects. Þannig að í raun var það eina sem ég þurfti að gera, að setjast í stólinn hjá henni, þegja (sem var mjög erfitt en nauðsynlegt á köflum) og gæða svo skrímslin lífi.

Án djóks, þá er það kalt mat mitt að það er enginn betri en TInna í þessum bransa!!! (hún á eftir að dangla fast í mig þegar hún les þennan pistil)

En gamla góða Cheerios auglýsingin kenndi mér ungri að ,,maður á alltaf að segja það sem manni finnst”

En þessi hátíð er riiiiiiiiisa stór í Ameríkunni og bíð ég vanalega spennt eftir því að sjá myndir frá vinum mínum í Hollywood þar sem peningarnir eru fljótandi og öllu tjaldað til.

Þau brugðust mér ekki sem fyrri daginn, en ég verð að segja að Justin TImberlake og Jessica Biel negla Hrekkjavökuna alltaf með krúttleika. Ég meina, hversu sæt eru þau.

Kimmy vinkona mín Kardashian henti sér í gervi Selenu heitinnar sem er ein af mínum uppáhaldssöngkonum.

En hún var skotin til bana árið 1995 og það vita það kannski ekki allir en Jennifer Lopez skaust alla leið upp á stjörnuhiminn eftir að hafa leikið hana í kvikmynd sem gerð var um hana eftir dauða hennar (mæli með að þið horfið á þá mynd).

Ég varð fyrir vonbrigðum með Kim….því ef þú ætlar að stæla Selenu þá er lágmark að kunna textann við eitt vinsælasta lag sem Selena hefur gefið frá sér.

En ohh well. Kim vakti líka mikla ólukku þegar hun klæddi sig upp sem Aaliyah heitin.

Ein vinsælasta R&B sönkona heims sem lést í flugslysi árið 2001 aðeins 22 ára gömul.

Hún var blökkukona og er enn þann dag í dag gríðalega vinsæl og elskuð og ansi margir voru ósáttir við þetta val Kim, þar sem hún er ekki blökkukona.

Ohh we can´t please them all.

Reyndar fannst mér Kim og Kourtney negla Madonnu og Michael Jackson gervin beint í mark.

En Madonna og Michael Jackson áttu stuttan ástarsrpett í kringum 1990 og mættu saman á Óskarsverðlaunahátíðina saman árið 1991. Við getum verið sammála um að þetta var negla hjá K-sisters.

En þá er komin að drottningu Hrekkjavökunnar- Heidi Klum.

Ég held að ég get alveg staðfest að það sé enginn sem leggur jafn mikinn metnað í þetta kvöld og Heidi og í ár er ég nokkuð viss um að hún toppaði sjálfa sig þegar hún mætti sem varúlfurinn úr myndbandi Jackson, Thriller.

Wow woman!!!! Ég skil ekkert. Hvernig andaði hún, hvernig ha? Ég er bara lost for words, hahahahaha.

En ég læt hér nokkrar myndir af bestu fígúrum sem Heidi hefur verið og damn girl!!!

Hún er með magic team around her!!

Ég læt staðar numið hér og lofa ykkur að þið þurfið ekki að bíða lengi efir næsta pistli því eitt er víst að Hollywood sefur aldrei og mér sýnist á öllu að Bieberinn og Selena Gomez séu byrjuð að stinga saman nefjum aftur…meira um það í næsta pistli!

Skrímslakveðja á ykkur

Eva Ruza

Þið finnið mig inná minni eigin sjónvarpsstöð á snappinu:  evaruza

Instagram: evaruza

Einnig finnið þið mig inni á facebook síðunni minni: Eva Ruza