Eva Ruza skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Eva Ruza hjarta Bruno Mars

Jesús minn almáttugur.

Þið eruð væntanlega búin að vera að halda niðri í ykkur andanum að bíða eftir bloggi frá mér.

Mamma kallar mig stundum uppteknustu manneskju á Íslandi, sem ég neita alltaf…en ég held að það sé smá satt hjá henni. Ég hleð á mig allskonar verkefnum í hjáverkum, einfaldlega því það sem ég fæ í hendurnar er vanalega eitthvað sem ég bara VERÐ AÐ GERA, því það er skemmtilegt.

Ég er náttúrlega fyrst og fremst mamma ,eiginkona og blómakona. En ég held að ég geti farið að titla mig sem athafnakonu líka. Það er sjaldan dauð stund hjá Ruzunni get ég sagt ykkur.

Mér líður pínu eins og ég sé að fæða barnið mitt þegar ég bomba þessari mynd hérna inn núna.

Þetta verður næsta verkefni hjá mér. Ég ætla að tæta til London með hann Sigga minn í eftirdragi og FARA Á BRUNO MARS. Þann 21-25 apríl mun ég sýna ykkur hvað London baby hefur uppá að bjóða og vaða inn í O2 Arena á show sem kallast 24K Magic og er með Bruno vini mínum Mars í fararbroddi, á vegum Gaman Ferða.

Ég á mér nokkra all time favorite tónlistarmenn, og Bruno Mars trónir á toppnum ásamt Justin Timberlake og Ricky Martin (hvað? hann er geggjaður). Þessa þrjá hef ég elskað frá upphafi ferils þeirra allra. Ég kann flest lögin þeirra utanbókar og elska þá svo OFBOSÐLEGA heitt og mikið að ég fæ höfuðverk.

Við höfum öll séð hvernig Beliebers haga sér nálægt Biebernum…akkúrat þannig tryllingur fer um mig þegar ég hugsa um að ég sé að fara að berja hann Bruno minn augum.

Og ég get svo sannarlega sagt ykkur það að ég fer vel preppuð af stað í þessa ferð mína. Ég lagðist í mikla undirbúningsvinnu fyrir jól þegar ég fékk þetta verkefni í hendurnar, og ákvað að toppa sjálfa mig.

Ég fór í það að hanna bomber jakka,

skó,

vegabréfahulstur,

töskumerkingu…og klíndi i raun myndinni allstaðar sem ég gat klínt henni.

Myndina hannaði illustration artisti í New York sem ég hef elt lengi á Instagram og alltaf dáðst af myndunum frá honum. Artistinn heitir momnaakel_illustrations á Instagram og um leið og ég vissi hvert för minni væri heitið, þá hafði ég samband við hann og bað hann um að teikna þetta fyrir mig.

Og boy, útkoman var eitthvað sem ég bjóst ekki við.

Ég vissi hvernig ég vildi hafa hana, en svo sá hann um rest. Ég trylltist þegar ég sá hana, af gleði og hlátri og er búin að liggja á henni síðan í lok nóvember minnir mig.

EKki nóg með það, heldur henti ég í stórkostlegt tónlistar/skemmtimyndband sem ég frumsýndi á facebook like síðunni minni á sunnudagskvöldið.

Eva Ruza <3 Bruno Mars

Booohoooom people!!Ég frumsýni með STOLTI, nýjasta og verðandi vinsælasta Spotify lagið í dag. Eða þið fattið, ég reikna með að þetta lendi þar miðað við háu tónana sem ég hitti á😂Leoncie, það er komin ný drottning á markaðinn.Ég er nokkuð viss um að Bruno Mars vinur minn verði stoltur og taki mér opnum örmum þegar ég tæti til London með hann Sigga minn í eftirdragi.Ég tek snapchat heiminn minn með i gegnum snappið: gamanferdir21 apríl-25 apríl ætla ég að leiða ykkur um leyndardóma London- og vaða með ykkur í O2 höllina og stara á Bruno vin minn Mars…væntanlega með tár í augumOg kiddós- það er best að taka sjálfan sig ekki alvarlegan…..eins og sést í þessu myndbandi(p.s háu tónarnir í byrjun gætu brotið spegla. Tek enga ábyrgð)Ég þakka að sjálfsögðu tökumanninum mínum og producer sem veður með mér í öll verkefni, hún Tinna mín. Hvar væri ég án þín creative-lega séð. Einnig þakka ég aðstoðarkonu á setti, Auði Ósk…fyrir að vera á setti

Posted by Eva Ruza on Sunday, March 19, 2017

Ég tek ENGA ÁBYRGÐ á heyrn ykkar eð líðan meðan þið horfið á þessar 4 mínútur af tærri snilld, að eigin mati.

Ég eyddi gríðarlega miklum tíma í að klippa, taka upp og setja það saman. Og þeir sem mig þekkja vita að ég tek sjálfa mig ekkert svo alvarlega…bara alls ekki. En ég viðurkenni að mér var smá heitt í framan þegar ég dúndraði þessu stórkostlega flykki á netið. 

 Ég hlæ hæst af þessu meistarastykki, að þá er það skothelt að enginn er að hlæja að mér, heldur hlær með mér.

 Ég hugsaði með sjálfri mér:,, Leoncie, þú mátt pakka niður. Það er ný IceQueen mætt á svæðið og Tinna systir er my Viktor to my Leoncie…því Tinna nennir alltaf að taka allt upp sem ég bið hana um.

Ég hlakka mikið til að tæta með ykkur til London í gegnum snappið: gamanferdir, og ég er búin að tilkynna Sigga að ég ætli að vera í jakkanum ALLAN TÍMANN….hann sagðist þá ætla að vera með lambhúshettu.

En yfir til Bruno

Pete Gene Hernandez fæddist á lítilli eyju árið 1985. Hann var alinn upp af miklu tónlistarfólki, kláraði menntaskólann á Honolulu og flutti þaðan 17 ára gamall til L.A  til að láta reyna á drauminn sinn sem var stór. Hann komst fljótlega á samning hjá Motown Records sem hafa verið með marga af stærstu listamönnum í heiminum á sínum snærum. Þeir hinsvegar riftu samningnum við hann fljótlega og dayuuuum hvað þeir hljóta að sjá eftir því í dag. Bruno skrimtaði áfram upp og niður, eða þangað til hann komst á þann stað sem hann vildi vera á og ferillinn hans komst á flug.

Í dag er hann er margverðlaunaður Grammy verðlaunahafi, hefur verið valinn einn af áhrifamestu litamönnum í heimi,er fastagestur á Billboard listanum og virtur blaðamaður hjá Mirrors Magazine hefur sagt að hann hafi aldrei séð neinn í líkingu við Bruno á sviði, nema Michael Jackson.  Hann hefur samið marga af stærri hitturum fyrir aðra listamenn, því hann Bruno minn syngur ekki bara eins og freaking stjarna, heldur semur hann texta og lög eins og enginn sé morgundagurinn.

Og vitið þið afhverju hann Pete Gene valdi sér sviðsnafnið Bruno Mars?

Pabbi hans kallaði hann alltaf Bruno þegar hann var yngri og Mars nafnið kom seinna. Hann sagði eitt sinn að ástæða ,,Mars” nafnsins hafi verið þessi: “I felt like I didn’t have [any] pizzazz, and a lot of girls say I’m out of this world, so I was like I guess I’m from Mars.”

Smávaxni Hawaii búinn Bruno Mars veit ekki af komu minni til London, en ég mun sjá til þess að hann komist að því. Eða þið fattið, ég mun reyna.

Ég er reyndar 180 cm á hæð og Bruno er 165 cm, og þegar við munum fallast í faðma, að þá mun hann geta hvílt slakur á bringunni minni á meðan ég þefa af fallega hrokkna hárinu hans….og Siggi smellir af mynd. ( hahaha ég bilast við tilhugsunina ef þessi draumur minn mundi rætast) 

You never know what could happen if you don´t try!!!

Ég er farin onlæn að kaupa 24K Magic stuttermaboli á mig…og Sigga.

……Ég veit að Siggi verður geggjað spenntur að fá svona bol.

Until next week

24K- kveðja á ykkur kids

Þið finnið mig inná minni eigin sjónvarpsstöð á snappinu:  evaruza

Instagram: evaruza

Einnig finnið þið mig inni á facebook síðunni minni: Eva Ruza