Eva Ruza skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Eva Ruza-Hollywoodgen sem ég hef beðið eftir að fjölgaði sér!

Það kom að því að Goggi vinur minn yrði pabbi.

Ég var farin að óttast að sá maður myndi ALDREI fjölga sér.

En þessar áhyggjur mínar voru óþarfar.

Hvaða Gogga er hún að tala um spurjið þið kannski…ég er að tala um hinn undurfagra og skemmtilega George Clooney.

Piparsveininn fræga sem hefur verið með mörgum af fegurstu konum heims. Hann hefur verið gríðarlega eftirsóttur af kvenþjóðinni í fjölda mörg ár..eða allt þar til hann fann sína einu sönnu Amal og gekk í heilagt hjónaband með henni. Ég vona að þau muni endast, því mér lýst asskoti vel á hana.

Ég hef fulla trú á að þetta ástarsamband sé komið til að vera. Hann er allavega orðinn faðir  þannig að þessi fögru gen hans munu halda áfram að dreifa sér í heiminum.

Ég hef alltaf verið gríðarlega mikill aðdáandi George Clooney, og það er eiginlega ekki vegna þess eins að hann er fjallmyndarlega og gjörsamlega og algjörlega mín týpa.

Nei, það er aðallega vegna þess að hann er svo ógeðslega fyndinn og ég fíla góðan húmor í tætlur… svo er hann með virkilega mikið og fallegt hár með grárri slikju yfir sem ég er sjúklega swaaaaag fyrir.

Ég byrjaði fyrst að fylgjast með honum í þáttunum E.R sem voru sýndir lengi á RÚV.

Dr.McDreamy var löngu fæddur áður en Derrick Shepard kom fram á sjónarsviðið

Þaðan fór hann smátt og smátt yfir í bíómyndirnar og er kominn með nokkuð gott track record þar, þó að það sé ein eftirminnileg sem var algjör skita, Batman og Robin.

Ein hrikalegasta mynd sem ég hef séð með honum, en það sem ég fíla við hann er það, að hann hefur gert sjálfur svo mikið grín af þessari mynd að ég hef fyrirgefið honum þann skandal.

Hann er þekktur hrekkjalómur og er einn besti vinur Brad Pitts, en þeir hafa verið góðir vinir í fjölda mörg ár, og leikið saman í hinum vinsælu Oceans myndum. Brad Pitt og George Clooney…þetta kombó er góð samloka.

Ég skal vera bráðnaður ostur á milli þeirra anytime.

En yfir í börnin sem Goggi var að eignast, því jú hann beið eftir því að fjölga sér þangað til hann varð fimmtugur og gerði það þá líka almennilega því hann var að eignast tvíbura, stelpu og strák sem hafa fengið nöfnin Alexander og Ella

Ég held að hann muni tækla föðurhlutverkið like a champion. Samgleðst honum virkilega og langar bara til að senda honum kveðju með þessum orðum: ,,George, til hamningju með börnin þín tvö. Gullmolar og guðsgjöf. Næstu fjögur ár munu verða þau erfiðustu sem þú munt upplifa en jafnfram þau skemmtilegustu. Kveðja frá fellow twinmom sem veit hvernig tvíburalífið er í hnotskurn“

Ljósmynd: Siggi Svans/SAHARA

Annars lauk ég Kvennahlaupsgigginu mínu með stæl um þann 18 júní síðastliðinn. Ég ásamt góðu teymi frá ÍSÍ og SAHARA Social Media erum búin að vera í vinnu í rúma 2 mánuði að preppa það hlaup með video contentum, snappstoryum og skemmtilegum myndatökum.

Með meistararanum og stórvini mínum Sigga Svans hjá SAHARA sem hefur séð um að festa allt á filmu,hvort sem það voru ljósmyndir eða myndbönd. 

Hlaupið var svo um helgina þar sem eg var virkilega ánægð að sjá hversu margir pabbar, synir og afar mættu og hlupu með konunum í lífi sínu. Aldurinn sem tók þátt var alveg frá 3 vikna og upp í 92 ára. Þá tel ég ekki með óléttar verðandi mæður sem mættu með brosi á vör og bumbuna útí loftið.

Ég tók sviðið eins og stormsveipur og stjórnaði partýunum í Mosó og Garðabæ.

Það var vel við hæfi að ég kláraði giggið mitt með stæl, en ég flaug svona líka á hausinn með tilþrifum að ég hef aldre séð annað eins. Ég heyrði andköf og ÓMÆGAD nokkuð hátt þegar ég flaug niður tröppur sem voru f.aftan mig, en þar sem ég er svo mikill fagmaður ,að þá missti ég aldrei coolið og sveif upp  eins og fuglinn Fönix um leið og ég var búin að kyssa malbikið.

Ég viðurkenni að hjartað mitt missti slag, en ég var fljót að jafna mig þegar ég sá að nýju Nike buxurnar mínar voru heilar. Hjúkk, eina sem skiptir máli LOL!!! Hnéð er hinsvegar aðeins hruflað og blátt, en það grær.

Upphitun

Það er ýmislegt sem maður nær að festa á filmu þegar við erum með símana á lofti! Hérna er til dæmis eitt sprenghlægilegt augnablik þegar Eva Ruza Miljevic dettur í miðri upphitun 😂 #VelGertEva

Posted by Sahara on Monday, June 19, 2017

Eins og sést í þessu myndbandi sem hefur farið viral og rataði inn á vísir.is að þá hefur sjaldan sést jafn mikil redding hjá einni manneskju. Siggi Svans, ljósmyndari og multitasker hjá SAHARA Social Media var akkúrat með myndavélina á lofti og náði þessu stórkostlega myndbandi. Svipurinn á honum þegar ég kom niður eftir að hafa lokið mínu verki var priceless.

Við gátum allavega high five-að hvort annað fyrir vel unnið starf síðustu mánuði sem við kláruðum með stæl.

Mig langar til að þakka AIR Smáralind fyrir að græja skó á mig fyrir hlaupið og H-Verslun fyrir að dressa mig upp. Ég held að það sé dressinu og skónum að þakka að fallið mitt fór ekki verr.

Hér má sjá myndatöku sem Tinna systir mín tók af mér þar sem ég var að reyna að vera 6y instagrammódel að sýna fötin, þið fattið, eins og allar svona instaskvísur gera alltaf. En ég er ekki viss um að ég fái samning hjá Instagram. Ég hinsvegar titla mig Nike andlit Íslands– þarf bara að negla það aðeins betur við Nike.

Mæli með að like-a við Sahara Social Media á facebook og ég get svo sannarlega líka mælt með samstarfi við þá snillinga.

En akkúrat núna sit ég á svölunum á Tenerife og er að njóta.

Sólarkveðja á ykkur kids- og munið að hlæja eitthvað smá alla daga.

Eva Ruza

Þið finnið mig inná minni eigin sjónvarpsstöð á snappinu:  evaruza

Instagram: evaruza

Einnig finnið þið mig inni á facebook síðunni minni: Eva Ruza