Eva Ruza skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Eva Ruza- Hryllilegasta Rokksjó sögunnar. Be There!!!!

Já krakkar mínir, ég sit sjaldan með hendur í skauti…nema ég sé í sólbaði á nýja pallinum sem Siggi minn smíðaði spes fyrir mig í sumar. Í alvöru, hann henti bara í einn pall og sagði: ,,Gjörðu svo vel kona drauma minna. Hér mátt þú liggja alltaf þegar það er sól og ég skal sjá um börnin. “

Mig minnir að hann hafi sagt eitthvað svona- allavega eitthvað í þessa átt.

En já, svo ég einbeiti mér nú við skriftir að þá langar mig að segja ykkur frá hryllilegastu rokksýningu sögunnar, sem verður haldin þann 28.október í Háskólabíó. Háskólabíó verður breytt í eitt stórt draugahús, og það verður sko öllu tjaldað til get ég sagt ykkur.

Við Íslendingar erum hrifnir af svona öðruvísí viðburðum og hef ég fulla trú á að það verði engin breyting á.

Hver vill ekki láta hræða sig duglega? Ég er reyndar með gríðarlega mikið kjúklingahjarta og get ekki horft á neitt sem er hræðilegt. Það liggur við að það líði yfir mig ef börnin skera sig á pappír. Á hrikalega erfitt með svona. En ég er hinsvegar sjúk í draugahús.

Því að í draugahúsi, þá hefur maður leyfi til að öskra mjög hátt og það finnst manni engum maður vera skrýtin þó að maður fríki smá út. 

🎃🎃💀💀ÞORIR ÞÚ? 💀💀🎃🎃Deildu myndbandinu og taggaðu einhvern sem þú myndir bjóða á þessa hrikalegustu tónleikasýningu sögunnar ásamt klukkutíma fordrykk og uppákomum í Háskólabíói 🕷 🕷🦇🦇Eva Ruza mun svo draga út í leiknum 28. ágúst!!! 😈😈

Posted by Halloween Horror Show on Tuesday, August 8, 2017

Það verða sko ekkert slor, listafólkið sem stígur á stokk í Háskólabíó, en við erum að tala um Sölku Sól, Andreu Gylfa, Gretu Salóme, Eyþór Ingi, Stebbi Jak, Selma Björns, Sirkus Íslands, Ólafur Egill stórsveit Todmobile ásamt kór og dönsurum. Tónlistin sem mun óma er dýrari týpan. Við erum að tala um Highway to Hell, Zombie, lög úr Litlu Hryllingsbúðinni og Rocky Horror , ásamt fleiri HRÆÐILEGUM stórsmellum.

Áður en showið byrjar, þá mun klukkutíma fordrykkur vera með hinum ýmsu hræðilegu uppákomum sem ættu að hita tónleikagesti ansi vel upp. – Já ég ætla að nota orðið ,,hræðilegt” svona oft. Er náttúrulega að undirbúa ykkur fyrir það sem koma skal.

Ég fór á stjá um daginn

Lét förðunaskrímslasnillinginn systur mína, Tinnu Miljevic (instagram: tinnamiljevic ), breyta mér í furðuveru, og hentum við í smá verkefni á snappinu mínu, þar sem ég fór í svo hræðilegan karakter að ég sjálf kom mér á óvart og ég veit að það voru nokkrir sem horfðu á þetta story rétt fyrir svefninn og þeir sofnuðu ekki rótt….

Eftir mikla eftirspurn og gríðarlega mikla hræðslu, martraðir og hlátur að þá er skrímslið sem mín ástkæra systir og háklassa förðunarfræðingur, Tinna Miljevic bjó til, komið hingað inn.BANNAÐ innan 7 ára, ekki fyrir hjartveika og hryllingshræðlslupúka. Mæli ekki með að horfa rétt fyrir svefninn.Snappið mitt sprakk í skilaboðum á laugardaginn og skemmti eg mér konunglega að lesa hræðsluskilaboð og flissið frá ykkur.Ekki sofna með opna glugga fram að 28. Október….ekki ganga ein í þokunni og lítið um öxl er rökkva tekur. Hver veit hvar Eva Ruža mun leynast….MÚHAHAHAHAHAHAHAAHAHA (mjög hallærislegt að skrifa múhahaha)Forever takk Tinna fyrir að vera tökumaður, búningahönnuður, make-up artistinn minn og wing man in life. P.s. Takk Debbý fyrir að vera ólétt heima.Halloween Horror ShowHáskólabíó28. Október.Miðasala hafin á www.tix.is

Posted by Eva Ruza on Monday, July 31, 2017

Hlutverk mitt fyrir þessa sýningu verður að hræða fólk óvænt og duglega fram að 28. október, þá á snappinu mínu og jafnvel kannski bara live á instagram líka,  ásamt því að ég verð á vappi um Háskólabíó þann 28. okt.

Mér finnst nefninlega HRÆÐILEGA gaman að fá að taka þátt í viðburðum sem þessum, þar sem hugmyndaflugið mitt (og TInnu) fer á flug og ég get leikið mér.

Ég ætla rétt að vona að þið snarfyllið hið HRÆÐILEGA hús sem er nafnið Háskólabíó, þann 28. október og skemmtið ykkur við að vera hrædd.

Fínt að vera búin að nota salernið áður en allt byrjar, því það væri ansi vandræðalegt að pissa á sig af hræðslu- MÚHAHAHAHAHAH

Það má að sjálfsögðu klæða sig upp í HRÆÐILEG föt og taka þetta alla leið..

Miðasala á Halloween Horror Show er hafin inni á tix.is

Hræðileg Hryllingskveðja á ykkur kids!!!

Eva Ruza

Þið finnið mig inná minni eigin sjónvarpsstöð á snappinu:  evaruza

Instagramevaruza

Einnig finnið þið mig inni á facebook síðunni minni: Eva Ruza