Eva Ruza skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Eva Ruza-Kaia & Chris, two different people!

Ég hef sjaldan séð jafn ofboðslega fallega stúlku. Kannist þið eitthvað við svipinn á henni?

Mhmmm….einmitt. Hún er gjörsamlega klónuð af móður sinni, Cindy Crawford, sem er ein fallegasta fyrirsæta heims að mínu mati.

Kaia Gerber er snýtt útúr nösunum á henni móður sinni og er hún fædd í september 2001!!!!

2001!!

Ég skil ekkert hvernig er hægt að vera svona gella þegar maður er bara 16 ára. Hún hefur svo sannarlega dottið í genalukkupottinn.

En Kaia er fyrir löngu byrjuð að feta í fótspor móður sinnar og er nú þegar orðin gríðarlega eftirsótt fyrirsæta. Hefur unnið með stærstu tískuhúsunum og ég spái henni sömu velgengni og mamma hennar naut, ef hún heldur rétt á spöðunum. Ég byrjaði fyrir löngu síðan að fylgja henni á instagram og í hvert einasta skipti sem hún póstar mynd, verð ég smá orðlaus.

10 ára gömul landaði hún sínu fyrsta módelgiggi- og það var hjá engum öðrum en Versace, í junior line, eða yngir línunnni hans. Núna , 16 ára gömul er hún nýjasta andlit Marc Jacobs beauty campaign

…og herferðin hjá honum, myndirnar. Úff sko!!

Hún hefur setið fyrir hjá Vouge Italia, Vouge Paris og CR Fashion Book svo dæmi séu tekin.

Það besta er að á meðan sumir myndu láta fegurðina og framann stíga ser til höfuðs, að þá er það umtalaðKaia sé one of the good ones. Hún er kurteis, sýnir fólki áhuga og er með báðar fætur á jörðinni. She seems to have it all!

Bróðir hennar er að hasla sér völl sem ljósmyndari og er talinn mjög fær að munda vélina. Semsagt systkinadúó þarna á ferð sem er gjörsamlega geggjað.

Ég mun svo sannarlega fylgja henni Kaiu vinkonu minnir eftir

Annars er það að frétta af gimpinu Chris Brown að hann er kominn með nálgunarbann á nýjustu kærustuna sína fyrir að buffa hana. Enginn gleymir því þegar hann og Rihanna voru saman og hann gaf henni einn á kjaftinn svo stórsá á henni. Hann hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann biður aðdáendur sína að trúa ekki öllu sem þeir lesa. 

Sorrí Krissi. En ég trúi bara öllu sem ég les um þig. Þú ert einn af fáum sem ég trúi öllu uppá.

Hver þorir btw. að buffa Rihönnu?

Hún ásakar hann einnig um að hafa sent sér morðhótanir eftir að þau hættu saman. Krissi á að mæta fyrir rétt þann 9 mars.

Mikið ofboðslega vildi ég óska að ofbeldi af öllu tagi myndi deyja út í heiminum. Þá fyrst yrði þessi jörð að einni paradís .

Getið þið ímyndað ykkur ef bara allir myndu virða skoðanir og trúarbrögð hvors annars. Myndu fá sér einn boxpúða og berja hann ef reiðin myndi sækja að? Ef allir myndu nú bara eyða þessu stutta lífi sem við fáum hér í þessum heimi, í að vera góðar manneskjur.

 Við getum held ég bara látið okkur dreyma um þannig heim, en lagt okkar að mörkum að dreifa glimmer og gleðisprengjum yfir hann allan. Mikið vona ég að Chris Brown verði lokaður inni núna. Mér finnst oft þetta fræga fólk fá öðruvísi meðhöndlun á jafn alvarlegum málum eins og þessum, en hinn almenni borgari.

 Ég enda þennan pistil minn á einu fallegasta lagi sem Rihanna hefur gefið frá sér, Love On The Brain– eða ,,Ást Á Heilanum”, og þetta lag spila ég ca.15 sinnum í röð á hverjum degi.

Lets sprinkle that shit all over kids!

Hollykveðja á ykkur

XoXo 

Eva Ruza

Þið finnið mig inná minni eigin sjónvarpsstöð á snappinu:  evaruza

Instagram: evaruza

Einnig finnið þið mig inni á facebook síðunni minni: Eva Ruza