Eva Ruza skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Eva Ruza-Kim K…ég held að Kylie gæti stolið kórónunni

Já síðustu fréttir frá Hollywood hljóma svona.

Nýr raunveruleikaþáttur er að fara í loftið í sumar og the star of the show er engin önnur en Kylie Jenner. Raunveruleikasökkerinn Eva Ruza gleðst gríðarlega yfir þessum fréttum.

Það skal reyndar engan undra að hún Kylie fái sinn eigin þátt. Hinar systurnar og Rob hafa öll verið með spin off þætti, en í fyrsta sinn í sögu Kardashian/Jenner er einungis ein stjarna í aðalhlutverki, og það er Kylie. Sem sannar aðeins eitt, og það er sú staðreynd að vinsældir hennar hafa aldrei verið meiri. Hún er með um 91 milljón manns sem fylgja henni á instagram, 12,8 milljón manns sem fylgja Kylie Cosmetics á instagram og  örugglega álíka fjöldi sem fylgir henni á Snapchat. Sem telja hjá mér um 100 millljón manns.

Ég mundi halda að þar væri smá pressa á henni, því við megum ekki gleyma því að hún er bara 19 ára. Og að vera 19 ára unglingur sem er stöðugt undir vökulum augum heimsins hlýtur stundum að vera overwhelming. En hún getur nú leitað til stúlkna sem hafa bein í nefinu, eldri systranna þriggja sem bera eftirnafnið Kardashian.

Hafa þær nú lent í ýmsu og geta því leiðbeint litlu systur sinni áfram. Ég held nú reyndar að hún Kylie væri ekki komin á þann stað sem hún er í dag, ef hún sjálf væri ekki með munninn fyrir neðan nefið. En hún þarf ekki annað en að henda frá sér einu augnskuggasetti og þá fer internetið á hliðina og vörurnar seljast upp á 2 mínútum, max,3 mínútum.

Þáttaröðin sem mun bera heitið : ,,Life of Kylie”, telur 8 þætti sem munu hleypa fólki lengra inn í lífið hjá þessari multi milljón dollara stjörnu. -Ég veit ekki hversu meira nálægt maður kemst þeim, miðað við nálægðina sem þau hleypa manni í Keeping up with the Kardashian, en hey! Ég gleðst gríðarlega yfir þessari extra nánd sem hún Kylie ætlar að gefa mér…eða ok, okkur.

Annars herma nýjustu dating fregnir það að Kylie og rapparinn Tyga séu hætt saman. En ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Þau hafa verið sundur saman í dágóðan tíma, ég gæti giskað á bara frá upphafi sambands hafi staðan verið þannig á þeim.

En þau hafa nú gefið okkur sexý myndband af sjálfum sér í sturtu þannig að við höfum nú grætt eitthvað fyrir augað á þessu sambandi þeirra. Ég veit samt ekki hvort að mamma mín hefði verið eitthvað cool ef ég hefði zippað mér í hvítan stuttermabol og farið heita sturtu með honum Sigga mínum- og hent því svo beint á alnetið. En Mama Kris veit hvað selur. Núna eru kannski einhverjir sem vita ekki um hvað ég er að tala , en ég er að tala um þetta myndband hérna:

En nú vendi ég kvæði mínu í kross og veð hingað heim til Íslands,

 

Ég henti í loftið fyrsta þættinum mínum af eVeTV! Celebrity World um daginn. Og þar sem ég tek sjálfa mig lítið alvarlega að þá bara óð í í upptökur, með litla hugmynd í kollinum og sauð saman smá sprelliþátt.

Þessi fyrsti þáttur var tileinkaður fermingarmyndum, einungis vegna þess að myndin mín er svo hrikalega hræðileg að ég vildi athuga hvort þær væru það ekki bara allar. Ég heyrði í nokkrum vinum og vandamönnum sem eru þjóðþekktir hér á Íslandi og þau tóku öll vel í þessa hugmynd mína að birta þær nokkrar. Sendu mér myndir…og það rann upp fyrir mér hrikaleg staðreynd– að mín mín er sú alversta sem ég hef séð.

Ég skil bara ekki neitt hvað átti sér stað þegar ég fermdist. Ég man bara eitt, og það er að mér fannst ég GEGGJUÐ gella. Með smá maskara meira að segja.

Sem er nákvæmlega þannig sem manni á bara að líða. Keyra bringuna upp í loftið og bara njóta þess að vera til.

En ég læt fyrsta þáttinn af eVeTV! Celebrity World eiga lokaorðið.

Ég kynni ferlega ánægð með mig fyrsta þáttinn af: eVeTV! Celebrity W 🌟rld.Fyrsti þáttur er viðeigandi á tímum ferminganna og í tilefni þess að það eru 20 ár síðan ég sjálf fermdist. Ég þakka guði fyrir að árin vinna með mér og verð hugsi hvað gekk á hjá mömmu og pabba þegar þau hentu mér í myndatöku svona útlítandi.Sérstakar þakkir fá snillingarnir sem voru svo góðir að senda mér myndir og deila þeim með okkur. Takk elsku vinir❤❤

Posted by Eva Ruza on Sunday, April 9, 2017

,,I say always follow your passion, no matter what, because even if it’s not the same financial success, it’ll lead you to the money that’ll make you the happiest.”

-Ellen DeGeneres

Njótið páskanna elsku vinir og stay 6y!

Hollykveðja á ykkur

Þið finnið mig inná minni eigin sjónvarpsstöð á snappinu:  evaruza

Instagram: evaruza

Einnig finnið þið mig inni á facebook síðunni minni: Eva Ruza