Eva Ruza skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Eva Ruza-Konungsfjölskylda Bretlands *The Beckhams*

Í dag ætla ég að zippa mér yfir til Bretlands, því þó að það sé allt grasserandi í Hollywood af slúðir og frægum að þá er Bretland ekkert minna Celebland.

Mín uppáhaldsfjölskylda þar, Beckham fjölskyldan, er í mínum augum konungborin í hinum fræga heimi.

Victoria og David, sem eru höfuð fjölskyldunnar, eru gjörsamlega geggjuð og þau hafa frá því þau byrjuðu saman haldið athygli minni. Hjónabandið þeirra er eitt það farsælasta í heimi fræga fólksins, en þau hafa svo sannarlega þurft að sanna sig og ást sína í gegnum þessa tæpu tvo áratugi sem þau hafa verið saman.

Þau hafa byggt upp RISA veldi í kringum nafnið sitt sem er metið á í kringum hálfa billjón punda, og ég ætla ekki einu sinni að reyna að reikna það yfir í íslenskar krónur. Þetta er allavega meiri peningur en ég mundi geta eytt um ævina.

Árið 2004 var líklegast erfiðasta árið í þeirra hjónabandi. Það var árið sem Rebecca Loos kom til sögunnar og hélt því fram að David væri búin að halda við sig í nokkra mánuði. Á þeim tíma spilaði David með Real Madrid og bjó á Spáni en Victoria í Bretlandi. Rebecca var fengin til að verða aðstoðarkona hans.

Ég man að ég horfði á viðtalið við hana, þar sem hún lýsti af mikill nákvæmri öllu því sem átti að hafa gerst á milli þeirra og ég hugsaði: ,, Nei Davíð. Ekki láta þetta vera satt. Ekki eyðileggja þetta hjónaband sem þú átt með henni Viktoríu vinkonu minni”

David neitaði því statt og stöðugt og hefur alltaf gert. Eftir þessar ásakanir mættu þau hjón mikið opinberlega saman og ,,létu” paparazzi ljósmyndara ná af sér mjög svo innilegum og ástföngnum myndum. Ég andaði léttar og hugsaði að EF þetta hefði verið satt, að þá ætlar Vicci sko ekki að láta þetta hrifsa hann David sinn frá sér.

Hjónabandið lifði af mér til mikillar gleði og ánægju.

Ég hef í raun aldrei lesið neinsstaðar hvort að þetta hafi verið satt eða ekki satt. Rebecca sagði eitt og David annað. Rebecca varð mjög hötuð í Bretlandi vegna þessara ásakanna á fótboltagoðið mikla á þessum tíma.

Í dag býr Rebecca í Noregi. Er gift norskum sjónvarpsmanni og á tvo syni. Hún segir enn þann dag í dag að hún sjái ekki eftir neinu og að allt sem hún sagði hafi verið satt. Ég held að við munum aldrei komast að sannleikanum. Það eru líklegast 3 manneskjur í heiminum sem vita fyrir víst hvað gerðist og það eru D&V&R.

David og Victoria fögnuðu 18 ára brúðkaupsafmæli sínu um daginn og hafa aldrei verið hamingjusamari með börnin sín 4.

Brooklyn (18) er upprennandi ljósmyndari og var að gefa út sína fyrstu ljósmyndabók ,,What I see” á dögunum, er á leið í ljósmyndaskóla í New York og er virkilega fallegur og góður drengur sem virðist vera laus við skandala.

Næstur er Romeo (14) sem er að gera góða hluti í módel bransanum. Hann var nýverið fenginn til að auglýsa fyrir Burberry og fékk litlar 45K pund fyrir dagsvinnu. Hann opnaði instagram síðu og á einum sólahring var hann kominn með í kringum 200.000 fylgjendur. Talandi um að mæta á samfélagsmiðlana with a bomb! Romeo hefur lítinn áhuga á fótbolta,en er hinsvegar mjög fær tennisspilari.

Þá er það sonur númer 3, Cruz (11), hæfileikabúnt þrátt fyrir ungan aldur. Hann er upprennandi söngvari, break dansari og trommari. Einnig er hann víst mjög góður í fótbolta.

Ekki veit ég hvaða vítamín Victoria tók á meðgöngunum en eitthvað var það.

Yngst er svo litla skvísan Harper (5) sem er borin á höndum bræðra sinna. Enn á eftir að koma í ljós hvaða hæfileikar leynast hjá henni, en ég hef enga trú á öðru en að það verði eitthvað í líkingu við bræður hennar og foreldra.

Victoria opnaði sig í viðtali við hollenska Vouge blaðið um daginn og sagði: ,, David an I have a lot of fun together. If I really was as miserable as I look in those pictures, my children wouldn´t be as happy as they are. And I wouldn´t be married anymore”

Ég hef nefninlega séð skemmtilegt viðtal við hana Vicci mína, þar sem hún ræðir þetta einmitt, lesið ævisöguna hennar og horft á documentary um hana og David, og ég get staðfest miðað við þær upplýsingar, að hún Victoria er helvíti skemmtileg týpa. Kaldhæðin og með sótsvartan húmor. Ég hef allavega alltaf elskað hana og hann David minn, sem er að mínum mati einn kynþokkafyllsti karlmaður sem gengur um á þessari jörð.

Ég óska hér vinum mínum hjartanlega til hamingju með 18 ára brúðkaupsafmælið sitt. Ég óska sjáfri mér til hamingju með 10 ára brúðkaupsafmælið mitt sem ég átti á dögunum ( ég var ung þegar ég gifti mig) og segi það sem ég segi við alla, gifta og ógifta:

,,Þetta er hörku púl og vinna að reyta þennan garð, en það er bara alveg þess virði. Því  þegar blómin blómstra að þá ilmar allur heimurinn.”

-Ég  hef aldrei sagt þessa ógeðslega væmnu setningu við neinn samt. Hún var frumsamin á staðnum. 

Beckham kveðja á ykkur kids

Stay where the sun shines og verið góð við hvort annað.

One Love 

Eva Ruza

Þið finnið mig inná minni eigin sjónvarpsstöð á snappinu:  evaruza

Instagram: evaruza

Einnig finnið þið mig inni á facebook síðunni minni: Eva Ruza