Eva Ruza skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Eva Ruza- Ó we didn´t know!

VARÚÐ!

TEXTI GÆTI INNIHALDIÐ NOKKRAR KLÚRAR PÆLINGAR!

Þeir sem vou unglingar þegar Spice Girls voru á hátindi frægðar sinnar, Britney, N´SYNC, Destiny´s Child og fleiri…

Óhh boy we didn´t know.

Textinn sem við dönsuðum við á diskótekunum og á skemmtistöðum borgarinnar, sem við smygluðum okkur inn á með fölsuð skilríki..

Hvað?? Víst, þið gerðuð það líka! Everybody did…

– ég vissi ekki að ég söng í takt við lag um allskyns snertingar og kynlíf. Eða pældi allavega ekkert í því.

Ég ætla að henda hingað inn nokkrum vel völdum textum sem ég sver að ég hafði aldrei pælt í. Ég geri mér líka grein fyrir því að lagatextinn í dag er pottþétt svipað klámfenginn. En ég, sem saklaus 16-17 ára stúlka, söng til dæmis hástöfum með þessu Spæs Görls lagi og fannst það svo FALLEGT….

Ég var ekkert að pæla í því að þar væri verið að syngja um tvo nakta líkama sem renna saman í eitt!

Eru ekki allir fullorðnir sem lesa hérna inni á Króm? 

Ég skellihló upphátt þegar ég lá upp í rúmi í gærkvöldi og horfði á E! snappið, mín uppáhalds snapprás beint frá Hollywoood- auðvitað.

Þar var heilt story um þessa texta ásamt fyndnum innskotum um það hversu cluelss maður var.

Hér syngja strákarnir í N´SYNC bara beint framan í mann að þeir geti ekki beðið eftir að horfa á mig, svona ef ég tek textann til mín…því hann er náttúrulega saminn beint til mín– sjá það allir- að þeir geti bara ekki beðið eftir að sjá mig snerta mig.

Ha? Bara strjúka hárið þá eða? Maður spyr sig. Ég geri mér samt grein fyrir því að þeim dreymdi greinilega um að sjá mig allsbera og voru verulega spenntir fyrir því.

Hér er Britney að syngja að enn einn dagurinn án elskhuga sé runninn upp og hún sé farin að skilja tilganginn sem hönd hennar gat gert.

WHO NEEDS A MAN WHEN YOU HAVE THE HAND! 

Destiny´s Child voru líka með svolítið graða texta.

,,Getur þú haldið í við mig drengur, láttu mig missa andann, vertu með læti”

...ok ég vil ekki þýða þennan texta alveg. Hann virkar pínu svona Fifty shades darker með svipum og látum. ,,Hit me hard”, fattiði

Og Barbie Girl...skærlitaða tónlistarmyndbandið með ,,týpunum” sem sungu það blessaða lag, sem tröllreið öllu! Aldrei pældi ég í að ég væri að hanky panky-a í því lagi þegar ég hækkaði allt í botn og söng hvern einasta staf.

DAYYYUUUM 

Ég bara skil ekkert í því hvernig textinn í þessum lögum fór svona framhjá mér.

Í þá daga.

Ég átta mig nú alveg á flestum lögum í dag og boðskap þeirra, en boy hvað ég var ekki að pæla í því back in the days.

Er Christina að selja sig hér eða?

Maður þarf bara að borga henni fyrir að deita hana. Hún heldur að hún sé andi í glasi og það þurfi að strjúka hana rétt til að fá hana upp úr andaglasinu. Ok, þessi þýðing mín var agaleg. En hún vill greinilega bara selja sig hæstbjóðanda og sá hinn sami má þá strjúka hana alla.

Við getum alltaf þakkað Taylor Swift fyrir að syngja um að hún vilji vera prinsessa. Reyndar er hún orðin aðeins meira klámfengin í textum í dag, en hún vegur upp á móti öllu 6appeal-inu sem er í gangi í dag á tónlistarmarkaðnum.

Ætli ég haldi samt ekki áfram að syngja hástöfum með öllum þessum dónalögum og syng þá hátt. Pæli svo kannski í þeim eftir nokkur ár aftur. Þessi söngrödd mín verður að fá að óma, í dónalögum eða ekki.


Mér fannst ég verða að setja línu þarna að ofan eftir alla þessa dónaromsu mína, og vaða beint í yfir í stórt og skemmtilegt verkefni sem er að detta í gang hjá mér og fleirum- ,,Stöndum þétt saman”

Þann 1.mars verða haldnir stórtónleikar í Hörpu til styrktar Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.

Rjóminn af tónlistarfólkinu okkar í dag mun stíga á stokk og syngja sitt fegursta.

Miðasala er hafin inni á www.harpa.is.

Ég hvet ykkur til að kaupa miða og njóta góðra kvöldstundar í Hörpu og styrkja um leið okkar góða fólk sem er í björgunarsveitunum og vinna þar óeigingjarnt starf í þágu okkar allra

…ef þið eruð að spá í því hvað feisið á mér sé að gera innan um allt þetta góða fólk, að þá mun ég standa á sviðinu sem kynnir.

Allir gefa vinnuna sína í þágu þessa góða málefnis og ég hlakka svo sannarlega til að gefa af mér það sem ég á til að gera þetta kvöld að einhverri snilld sem enginn má láta framhjá sér fara.

Sigurdís, konan sem sat í sófanum heima hjá sér og hugsaði hvað hún gæti gert til að styðja við bakið á björgunarsveitunum, fékk þessa hugmynd, framkvæmdi hana og allt í einu er allt þetta góða tónlistarfólk komið í lið með henni, Harpan bókuð og epic kvöld að nálgast.

1.mars!! Takið kvöldið frá og sýnið stuðning!

Ætli ég kveðji ykkur ekki núna með Fifty Shades darker kveðju-mun skunda reyndar á þá mynd í komandi viku og dæma hana sjálf. Vona bara að Christian Grey verði ber að ofan mjög oft.

Þá er mér skítsama hvort myndin sé með góðum söguþræði eða ekki.

Dirty kveðja á ykkur kids

XoXo

Eva Ruza

Þið finnið mig inná minni eigin sjónvarpsstöð á snappinu:  evaruza

Instagram: evaruza

Einnig finnið þið mig inni á facebook síðunni minni: Eva Ruza