Eva Ruza skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Eva Ruza-Ohhh Milo, my new fave og This is Us!

Það er ný stjarna í Hollywood!!

Ok hann er ekki nýr af nálinni , alls ekki.

Hefur leikið í fullt af bíómyndum og þáttum eins og Gilmore Girls, Heroes og fleiri stórum þáttaröðum, en ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei tekið eftir þessum fagra manni sem er skrýtið því ég tek eftir flestum í Holly, tala nú ekki um ef þeir eru dökkhærðir með brún augu. Ég er nokkuð viss um að núna er þessi nýji vinur minn að breiða út vængina og hefja sig til flugs í Holly!

Ég er að tala um hann Milo Ventimiglia– stelpur, glósið þetta nafn hjá ykkur því hann er ekki bara góður leikari heldur líka augnakonfekt með augu sem bræða jökla.

Ég tók fyrst eftir honum hjá Ellen fyrir ekki svo löngu þar sem hún fékk hann í spjall til að ræða þættina This is Us.

Þættir sem eru að slá í gegn um allan heim. Þeir fóru í loftið fyrst í september 2016 og var svokölluðum pilot þætti hent í loftið. Um 15 milljón manns horfðu á þann þátt og framleiðendur þáttanna vissu hvað gera ætti næst. Þættirnir hófu göngu sína og eru 2 seriur komnar út og sú þriðja í vinnslu. Þættirnir unnu nú fyrir rúmri viku síðan til Golden Globe verðlauna og ég hef ekki trú á öðru en að þeir muni í framtíðinni sópa til sín fleiri verðlaunum.

Ég ligg límd við skjáinn á kvöldin þar sem ég drekk þessa þætti í mig. Oft er ég með tárvot augu því þættirnir snerta ákveðna tilfinningastrengi hjá manni. Sorglegir , fyndnir og dramatískir. Þeir hafa þetta allt og ég lifi mig alltaf mjög mikið inn í  þætti sem ná mér svona. Reyndar grenjaði ég með ekka í gærkvöldi, sendi svo vinkonu minni mynd af mér á snapp og fékk tilbaka mikið hláturskast, því hún vissi að ég hafði verið að horfa. Ég er að tala um að ég var með stíflað nef eftir grenjið.

Þessi tiltekni þáttur var reyndar mjög sorglegur, og ég leyfði mér að sleppa tárunum alveg frjálsum niður kinnarnar.  Siggi, minn heittelskaði eiginmaður sneri sér við þegar ég mætti inn í eldhús eftir að þættinum lauk og spurði hvort ég væri skrýtin hahahahaha. Greyið, hann er öllu vanur.

Held að hann gleymi því seint þegar Derek dó í Greys. Þá sat ég á gólfinu heima ,nýparketlögðu,  og grenjaði svo hátt og mikið að mér leið næstum vandræðalega. Hann kom inn og hélt að ég hefði meitt mig þegar ég skúraði gólfið( sem ég var að gera á meðan þátturinn rúllaði) En neinei Siggi minn.

Derek dó.

Þá grætur maður innilega frá hjartanu. Ég veit að ég var ekki sú eina.

En aftur að Milo. Milo leikur semsagt Jack á móti Mandy Moore sem leikur Rebeccu. Þau eru foreldrarnir sem þættirnir byggjast á  og eru rauði þráðurinn í þáttunum. Svo falleg og dásamleg og ég vildi óska að þau væru hjón í alvörunni.

Ég verð að viðurkenna að ég trúði ekki að Mandy væri svona þrusugóð leikkona en daaaayyuum hvað hún er góð.

Og þau tvö eru að ná svo góðri tengingu saman að maður hrífst með þeim.

Milo er hálf ítalskur og hálf skoskur en fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum á því herrans ári 1977. Hann var alinn upp sem grænmetisæta og er það enn þann dag í dag.Hann er ógiftur og barnlaus, þannig að þið sem eruð á lausu þarna úti…

-GO GET HIM– hringið svo í mig og bjóðið mér í heimsókn. Mig langar svo til að faðma Milo. Hann er eitthvað svo blíður og ljúfur og dásamlegur. Og það sem segir mér að hann sé í alvöru svona góður gæji er það að þegar ég googla hann, að þá kemur ekkert neikvætt slúður  upp og ÉG ELSKA ÞAÐ!!!

Ég held að stór partur af því sé sú staðreynd að hann reykir hvorki né drekkur. What a dream !!!

Ég mæli með að þið byrjiði ekki seinna en í dag að horfa á This is Us og ég get lofað ykkur því að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.

Mér finnst þetta einir bestu þættir sem eru framleiddir í dag.

Segi það og skrifa.

Þið megið þakka mér seinna.

Bachelor er kominn á blússandi siglingu í US and A og ætla ég að zippa mér í gang mála þar í næsta pistli. Ég hef fengið þær fregnir að þar um borð sigli nokkrar dramadrottningar sem ætla sér að stela senunni.

I like it!!!!

One Love

Eva Ruza

Þið finnið mig inná minni eigin sjónvarpsstöð á snappinu:  evaruza

Instagram: evaruza

Einnig finnið þið mig inni á facebook síðunni minni: Eva Ruza