Eva Ruza skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Eva Ruza- Paradísin í Mehíkó þar sem allir fara í sleik við alla

Já ég skal segja ykkur það krakkar mínir, að ég velti því oft fyrir mér hvað flýgur í gegnum huga þeirra vongóðu sem fljúga til Mexíkó til að taka þátt í gríðarlega vinsælum raunveruleikaþætti sem inniheldur piparsveina og piparmeyjar.

Þau mæta í Paradís, öll single og tilbúin að fleygja sér í fangið á hvort öðru og helst stunda blauta kossa hægri vinstri, við sem flesta. Áhorfendur skemmta sér konunglega við þessar athafnir , þar á meðal ég.

Dramatíkin er aldrei langt undan því það virðist sem þáttakendur í þessum epíska raunveruleikaþætti séu fljót að falla fyrir hvort öðru…eða þangað til nýr keppandi mætir á svæðið. Þá verður allt vitlaust og allir halda að grasið sé grænna með nýju manneskjunni. Í kjölfarið fer gríðarleg dramatík í gang þar sem sá sem eftir situr ,grætur úr sér augun yfir því hversu óréttlátt lífið sé í Paradís. En málið er að ,,they signed up for dizz”

Já þið sem eruð að velta því fyrir ykkur hvort þetta sé það eina sem sé að gerast í þessum þáttum, að þá verð ég að svara því svona semi játandi. Ég meina, þau fara yfirleitt einhver á deit í hverjum þætti þar sem þau fara aðeins í burtu og geta farið í sleik einhversstaðar annarsstaðar., en þættirnir snúast um að einhver finni mögulega og hugsanlega maka þarna á ströndinni og standist um leið þær freistingar sem eru í boði.

Reglulega mætir nýr meðlimur á ströndina, annað hvort kona eða karl, svona aðeins til að rugla pörin sem hafa myndast í ríminu.

Þetta er gjörsamlega stórkostleg hugmynd af TV get ég sagt ykkur. Hinsvegar er þetta consept ekki nýtt af nálinni, því að árið 2001 fór ástralskur þáttur í loftið með svipaðri uppskrift, og fylgdist ég með hverjum einasta þætti þar líka.

Þar mættu kærustupör saman á rómantíska staðsetningu þar sem þau voru stíjuð í sundur og sett saman í hóp með fólki sem var ekki í sambandi. Algjör bilun þessir þættir en á sama tíma sjúklega spennandi. Þar var verið að láta reyna á ástina sem fólk bar til hvors annars. Hvort þau myndu standast freistingarnar sem voru í formi mjög svo kynþokkafulls fólks sem var íturlega vaxið.

Nákvæmlega þetta krakkar, kallar maður ALVÖRU sjónvarpsefni.

En ef við zippum okkur yfir í Paradísina í Mexíkó, að þá hef ég varla getað sofið af spenning yfir því hvað muni gerast milli Dean Og Kristinu, Þau tvö hafa verið í mjög nánu sambandi, svo nánu að þau hafa gengið alla leið. Við fáum reyndar ekki að sjá þann gjörning, en þau eru opin með svona hluti og segja vinum sínum frá hvað gerðist síðastliðna nótt…og tökumenn á hverju strái.

Ekkert fer framhjá manni get ég sagt ykkur.

Eina vandamálið hjá Dean og Kristinu er hinsvegar kynbomban D-Lo.

Hrikalega sæt stúlka og vel af guði gerð á allan hátt. Og það er að rugla hjartaknúsarann Dean í ríminu. Hann er skotinn í þeim báðum en á mismunandi hátt.

Ég hef oft hrópað hátt á tölvuskjáinn við hana Kristinu mína, að núna væri tími til kominn að segja þetta gott. Yfirgefa Dean og finna sér annan til að kela við. Dean vill nefninlega að Kristina bíði á meðan hann slullar upp í D-Lo í sundlauginni svo hann geti áttað sig á tilfinningum sínum.

Eins og þið eruð að lesa að þá er þetta efni með því betra sem maður getur horft á. Ég meina, hver vill standa í þessu! Leggja geðheilsu sína í þetta!? En damn hvað ég er fegin að fólk er tilbúið til þess.

Það hafa reyndar komið hjónabönd og pardísarbörn úr þessum aðstæðum þannig að þetta er ekki alveg hopeless aðstæður.

Ég allavega fylgist grannt með gangi mála í hverri viku og vona að ABC muni halda áfram framleiðslu á þessu sjónvarpsefni í möööörg ár í viðbót.

Annars hef ég fengið veður að því að Peter verði næsti Bachelor.

Reality Steve sem er helsta slúðurmaskínan í Bachelor heiminum heldur þessu fram og það er sjaldan sem hann hefur rangt fyrir sér.

Upp með tærnar stelpur, undir teppi, popp í skál og sódavatn á kantinum.

Það er veisla framundan ef hann Steve vinur minn hefur rétt fyrir sér

Að lokum vil ég segja

Chris Harrisson for next president of US and A!!

 

Paradísarkveðja á ykkur kids

Eva Ruza

Þið finnið mig inná minni eigin sjónvarpsstöð á snappinu:  evaruza

Instagramevaruza

Einnig finnið þið mig inni á facebook síðunni minni: Eva Ruza