Eva Ruza skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Eva Ruza-Það er bullandi keyrsla í Holly!!!

Já ég skal sko segja ykkur það.

Það verður vaðið um víðan völl í dag. Ég ætla að taka ykkur með mér í Hollywood rifrildi sem er í gangi, ástarmál og rýna í gang mála hjá einni af skærustu stjörnum þessa heims, þannig að haldið ykkur fast.

Byrjum þetta á rifrildi sem skekur nú Holly.

Það vita flestir hvaða bíómyndir Fast and the Furious eru. Myndir sem komu fyrst út árið 2001 og slógu öll áhorfsmet.

Heimurinn flykktist í bíóhúsin til að sjá þessa mynd af virkilega fögru fólki lenda í ævintýrum á fákum sem spændu upp malbikið. Ég er t.d. mikill aðdáandi þessara mynda, hef séð þær allar og grét hæst af öllum

þegar félagi minn Paul Walker lést á svo dramatískan hátt að það nær engri átt.

En hann lést eftir að Porche bifreið sem hann var farþegi í keyrði of hratt, missti stjórn ,endaði á tré og mikill eldur braust út.

Paul lék eitt af burðarhlutverkum í myndunum og var óvist með hvort framhöldin yrðu fleiri.

En Vin Diesel og co. héldu dampi og gáfu bara í ef eitthvað var. Fengu til liðs við sig Dwayne nokkurn Johnson, betur þekktur sem The Rock. Tveir af mössuðustu gaurum í heimi voru sameinaðir og úr varð epic framhald af þessum frábæru myndum.

Ég var nokkuð viss um að þeir væru orðnir bestu vinir, VIn og Dwayne, drykkju próteinsjeika saman og gerðu armbeygjur á milli þess sem þeir léku í bílahasarnum.

En nei. Í fyrrasumar fór að kvissast út að mikið ósætti væri á milli þeirra félaga. Dwayne væri að mæta seint í tökur og væri að láta heiminn snúast um sjálfan sig. Nú er ég einungis að vitna í fréttir sem ég las. En svo keyrði allt um þverbak nú á dögunum, þegar Tyrese Gibson, sem leikur við hlið þeirra í myndunum, gerði allt vitlaust á instagramminu sínu.

Diversity, love, multi ethnic worldwide multi generational, United Nations, One Race, Fast Family…… Until Dewayne showed up I guess this whole time he had a problem cause he wasn't the ONLY ONE on the movie poster……….. I guess dreams do come true congratulations to @hhgarcia41 and @therock you guys are just amazing you really broke up the #FastFamily I tried to warn you guys… You thought I was hating…… I was simply fighting to keep the family together what makes us great is when you see us all TOGETHER we don't fly solo….. #MyLastPost today….. I got 3 years of venting on this clown – They offered but YOU didn't have to agree with a solo #HobbsMovie #OriginalFastFamily we salute you and stand on your shoulders #VinDiesel #PaulWalker #RobCohen #RomanTej were offered a spin off we TURNED IT DOWN!!!

A post shared by TYRESE (@tyrese) on

Það virðist sem Dwayne hafi verið boðið aðalhlutverkið í spin off mynd sem á að snúast um Luke Hobbs, lögreglumanninn sem Dwayne leikur í Fast myndum ásamt Jason Statham sem hefur leikið vonda gaurinn í Fast myndunum.

Þessi mynd á að fara í framleiðslu á undan næstu Fast mynd, og er þess valdandi að Fast myndin frestast um heilt ár i sýningu. Þetta fór verulega illa i Fast crewið og sérstaklega Tyrese sem varð alveg brjálaður. En allt snýst um brotherhood, leave no man behind, ride or die together og fleiri frasa sem leikaragengið tekur með sér inní lífið.

-Ég held að það yrði límt fyrir túllann á mér ef ég færi að ræða við vinkonur mínar að við værum ride or die sisterhood …en það er aftur annað mál.

Ég mun allavega fylgjast grannt með gangi mála. Vin fór aðeins penna í málið en Tyrese en það er nokkuð ljóst að Dwayne The Rock Johnson hefur ruggað bátnum sem Fast crewið siglir í allsvakalega.

Brotherhood… and all it's complexities. This scene was filmed in Puerto Rico, I can remember it like it was yesterday. Such a beautiful island, the people were so warm and welcoming. I turned 43 that summer… and my son Vincent was born. A woman named Jan Kelly responded to a question I had asked on Facebook, 'who they would like to see me work with?' She said would love to see me work with Dwayne… I listened to her request and he became Hobbs. I know there has been a lot of speculation as to why the Fast 9 release date was pushed… but it would be unfair to say it is anyone's fault. As we plot the course to expand the Fast & Furious universe, one must be mindful to take stock of the roads we took to get here. The pillars of authenticity, family and most importantly, our loyal fan’s perspective has been instrumental in procuring success. However, like any vehicle that has run around the globe 8 times, the franchise is in need of maintenance. My good friend and the godfather of Universal, Ron Meyer has granted me the time to do just that. We have some very exciting news to share soon… stay tuned. Yours truly, Dom #FamilyAlways

A post shared by Vin Diesel (@vindiesel) on

Ekki veit ég hvernig þetta Fast ævintýri endar, en það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig allt verður orðið þegar tökru hefjast loks á næstu Fast mynd

Zippum okkur því næst í krúttlegasta ástarsamband sem Hollywood á @the moment.

Hinn 18 ára Brooklyn Beckham er yfir sig ástfanginn af hinni stórkostlegu leikkonu Chloe Moretz og þau eru að krútta yfir sig í kommentum a instagram.

Daddy Beckham hlýtur að vera ánægður með flotta strákinn sinn, sem er nýfluttur til NYC til að mennta sig, komin með hæfileikaríka leikkonu upp á arminn og virðist vera virkilega heilsteypt manneskja.

Sumir myndu kalla mig undarlega að fygljast með kommentum og caption textum undir instagram myndum, en þegar maður gegnir því mikilvæga hlutverki að vera Hollywood Fréttaveita ykkar hér á Króm að þá verð ég að vera með puttann á púlsinum.

Og yfir i annan instagram reikning….. Biebs.

A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) on

Það er morgunljóst að Bieberinn er ekki með neinn aðstoðarmann sem póstar inn töff myndum hjá honum, eins og oft er vaninn hjá súperstjörnum eins og honum.

A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) on

Hann virðist ekki heldur hafa neinn á kantinum sem segir kannski við hann :

,, Uuu Biebs, þetta er kannski ekki alveg málið þessar myndir sem þú ert að pósta.”

A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) on

Ég hef mikið pælt í Justin síðustu vikur og mánuði, eða allt frá því að hann mætti á skerið, skeit upp á bak með helv. mæmi og sýndi undarlega hegðun í kjölfarið í heimspressunni. Ég vona að hann sé ekki á leið niður sama veg og Britney vinkona okkar Spears gerði forðum daga, en það er nokkuð ljóst að það er eitthvað mikið að gerast hjá Bieber og ég ætla rétt að vona að fólkið í kringum hann grípi inn í áður en það er of seint. Og þá er ég ekki að tala um vegna Instagram mynda, heldur undarlegra hegðunar á almannafæri, hætta á miðjum tónleikatúr o.s.frv.

Ég vona að þið séuð ekki orðin sjóveik í þessari Hollywood skemmtisiglingu, en mér er orðið illt í fingrunum að hamra á lyklaborðið og læt því staðar numið hér- í bili.

Stay 6y kids

Hollykveðja á ykkur!

Þið finnið mig inná minni eigin sjónvarpsstöð á snappinu:  evaruza

Instagram: evaruza

Einnig finnið þið mig inni á facebook síðunni minni: Eva Ruza