Eva Ruza skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Eva Ruza-Þvílíkt kvöld!!!

Hafið þið prófað að síga 15 metra niður úr loftinu á Hörpu, inní Eldborgarsal?

Ekki?

Æji, ég hef nefninlega gert það.

Síðastliðið miðvikudagskvöld seig ég 15 metra niður eins og ég hefði aldrei gert neitt annað. Náði meira að segja að henda í dauðans töff pósu á leiðinni niður. Man reyndar alls ekkert eftir því að hafa pósað, kenni adrenalíninu um þar, en GUÐ MINN GÓÐUR HVAÐ ÞETTA VAR GEGGJAÐ!!

Afhverju var ég að síga niður og vesenast?

Því ég var kynnir á stórum og geggjuðum tónleikum sem voru haldnir til styrktar Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.

Þvílíkt tónlistarfólk sem við eigum hér á Íslandi! Fagmenn fram í fingurgóma og tóku með glöðu geði þátt í þessum góðgerðartónleikum, þar sem allir gáfu vinnuna sína…og trúið mér, það er hellings vinna sem fer í svona show.

Og vá hvað við eigum yndislegan forseta með mannleg samskipti og framkomu á kristaltæru.

Og fólk, eins og hana Sigurdísi, sem stóð fyrir þessum tónleikum. Fékk hugmyndina og framkvæmdi hana. Ég átti gott spjall við Guðna Th. eftir tónleikana og við ræddum þennan góða kost sem Ísland hefur. Það er hægt að framkvæma nánast allar hugmyndir sem manni dettur í hug, eins og þessa, með góðu fólki.

En kvöldið hófst semsagt á því að við sigum niður, ég og Sigurdís. Fyrst ég, babblaði smá og svo mætti Sigurdís niður úr loftinu líka.

15 metrum fyrir ofan mig,(eftir að ég lenti á sviðinu) voru tveir fagmenn sem ég er ævinlega þakklát. Freyr Ingi og Simbi, hjá fyrirtækinu Sigmenn ehf. Verð þeim þakklát fyrir að koma mér heilli á húfi niður.

Uppi, áður en við sigum niður var virkilega gaman að sjá hversu vel þeir kunna djobbið sitt. Öryggið er að sjáfsögðu númer eitt, tvö og tíu. Við SIgurdís vorum að gera þetta í fyrsta sinn, og að hafa þessa tvo fagmenn til að róa hjartsláttinn niður rétt fyrir sig, var ómetanlegt. Ég er nú ekki lofthrædd, en í 15 metrum…ætli flestir fengju ekki smá riðu.

Þarna hékk ég með dauðahaldi í handriðið, tilbúin að síga niður, adrenalínið að pumpa útí allar æðar, leit á Freysa sem var eins og eitthvað jógadýr þarna uppi, svo afslappaður var hann, dró andann djúpt og treysti þeim algjörlega fyrir að koma mér niður.

Sem þeir að sjálfsögðu gerðu!

Næst kom Sigurdís og kvöldið var hafið! Hver tónlistarmaðurinn á fætur öðrum tók sviðið og eins ólíkir og þeir voru allir, að þá VÁ!!! Þessar raddir sem þau hafa!

Úff. Ég fékk gæsahúð á bakvið eyrun.

Raggi Bjarna– sjarmatröll með meiru!

Jóhanna Guðrún– röddin hennar er á næsta leveli!

María Ólafsdóttir, nei sko það sem þessi getur með hljóðfærinu sínu, röddinni, er eitthvað sem er unun að hlusta á

Friðrik Dór– ég sver það, það er lögreglumál að hlusta á hann!

Haukur Heiðar, A.K.A Dr.McDreamy– hann er læknir sko….ég er að vona að þetta festist við hann. Snillingur með meiru

Eyþór Ingi- töffarinn með síða hárið , óð um sviðið og blastaði allt í botn!

Glimmersprengjan Páll Óskar- hann mætir bara á svið, blikkar augunum, opnar muninn og þenur allt í botn. One Love 4life á þennan. Ég var búin að leggja mikinn metnað í dansæfingar fyrir tónleikana hans sem verða í september. Dreymdi stóran draum um að verða einn af dönsurunum hans á sviðinu….. Missti samt óvart af dansprufunum.

En ég er ekki af baki dottin. Ræddi þetta sérstaklega við hann þetta kvöld, og hann sagði að ég mætti vera GoGo pía hjá honum. Ég hef ekki hugmynd um hvað GoGo píur gera, en mér er alveg sama. Ég get alveg verið það, ef ég fæ að vera á sviðinu með honum.

Ég mun ræða þetta nánar við hann Palla er nær dregur. Ég hendi þessu nógu fast útí kosmósið og mun gera mitt besta við að troða mér á sviðið á þessum tónleikum. Ég trúi nefninlega að maður geti allt sem mann dreymir um að gera, og ef maður setur það nógu langt þarna út, þá kemur það til baka í einhversskonar mynd.

Freysi sigmaður og Palli tæknimaður í Hörpu.

Myndirnar koma frá snillingnum Sigurði Ólafi Sigurðssyni, eða SigÓSig-ljósmyndari. Hann er björgunarsveitarmaður, ljósmyndari með meiru og algjör snillingur. Hann á orðið gott safn af myndum frá vettvöngum björgunarsveitarmanna.

Hann og Sigmenn ehf fá stórt shoutout!

Allir sem komu að þessum tónleikum gáfu vinnuna sína og fólkið sem kom til að hlusta fær sko stórt knús frá mér.

Virkilega móttækilegur salur…sem hló af bröndurunum mínum (hjúkk) og klappaði og söng með tónlistarfólkinu.

Eva vesenispía aðeins að grilla í Frikka

Ég tók hlutverk mitt að sjálfsögðu temmilega alvarlega og óð inná sviðið í eitt sinn í kafarabúning björgunarsveitarinnar.

Ég mæli svo sannarlega með því við fólk, að lyfta sér annað slagið upp ef eitthvað svona kemur á dagskrá.

Styrkja gott málefni og eiga skemmtilegt kvöld í leiðinni.

 Ég læt hér fylgja með snappsögu kvöldsins, sem spannar allt frá spjalli við tónlistarfólkið, atriðin, stemminguna 15 metra fyrir ofan sviðið og fleira.

Story miðvikudagskvöldsins.Sig, spjall við tónlistarfólk, forsetann okkar og fleira skemmtilegt.Já ég sagði SKEMMTILEGT!

Posted by Eva Ruza on Friday, March 3, 2017

Krakkar- það er ferlega gaman þegar maður getur hakað við bucketlistann sinn, atriði sem maður vissi kannski ekki að væru á þeim lista. Ég gat hakað við tvennt eftir þetta kvöld, að fá að kynna allt þetta listafólk á svið í Eldborgarsal í Hörpunni, og að henda mér í 15 metra sig.

Until next time kiddós

XoXo

Eva Ruza

Þið finnið mig inná minni eigin sjónvarpsstöð á snappinu:  evaruza

Instagram: evaruza

Einnig finnið þið mig inni á facebook síðunni minni: Eva Ruza