Eva Ruza skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Eva Ruza- Tornado Ruz á Tene!

Já krakkar.

Ruzan hefur verið á faraldsfæti síðustu daga, en ég skellti mér í sólina og hitann á Tenerife í vikunni og eyddi þar 5 dögum í sól og sumaryl.

Ég mætti á eyjuna eins og stormsveipur og óð beint á leigubílstjórann Pedro, sem skildi ekki enskuna mína…..og ekki spænskuna mína heldur. Mjög skrýtið, þar sem ég henti á hann allskonar orðum sem ég veit að eru spænsk.

….Eða þau hljóma allavega mjög spænsk. Kannski var það ástæða þess að hann skildi mig ekki. Ég hljómaði bara spænsk, en var það alls ekki. #aukaatriði.

En hann Pedro félagi minn skutlaði mér að hótelinu mínu, Hotel Gran Oasis, þar sem ég dvaldi í góðu yfirlæti þessa daga. Fallegt íbúðarhótel, sem var MJÖG HREINT og með dásamlegum sundlaugargarði, litlum supermarkaði, leikjaherbergi, veitingastað og snyrtistofu.

Hvað var ég að gera á Tene spurjið þið kannski núna?

Ég var mætt þangað á vegum Gaman Ferða að delivera Tene beint í æð á fylgjendum þeirra á snappinu: gamanferdir.

Ég hugsaði með sjálfri mér að ég þyrfti að gera eitthvað good shit til að entertaina fólki…og ég held að mér hafi tekist það.

Ég óð um allar trissur.

Fór í Surf skóla hjá honum Juan vini mínum við ströndina, ásamt henni Tinnu vinkonu minni. Þar kenndi hann okkur undirstöðu atriðin í því að surfa.

Það er t.d. mjög mikilvægt að geta paddlað  (æji , svona surf orð sem við surfararnir notum oft). Ég efast reyndar um að ég hefði getað staðið á bretti í flæðamálinu…og örugglega bara alls ekki paddlað heldur. Að paddla er sko þegar maður liggur á maganum á brettinu og svamlar sig áfram með höndunum.

-Ég kannski hendi í einn pistil fljótlega um það hvernig maður á að surfa. Er náttúrulega útskrifuð….með hæstu einkunn.

Víst! Í alvöru. Spurjiði bara Juan.

Ég skellti mér líka í Siam Park sem var valinn besti vatnagarður í Evrópu árið 2016.

Og guð minn almáttugur. Ég er heppin að vera á lífi eftir hann. Eða þið fattið, kjúklingurinn Eva Ruza sem er lofthrædd og hraðahrædd, henti sér í hverja brautina á fætur annari og geystist niður brautirnar á ógnarhraða.

Mér var fylgt um garðinn af manni sem hefur umsjón með garðinum. Þar fræddi hann mig um garðinn og söguna hans.

Siam Park er vatnsrennibrautagarður sem má einnig finna á Tælandi. Konungsfjölskyldan á Tælandi á garðinn þar, og þurftu eyjaskeggjarnir að fá blessun konungsfjölskyldunnar til að fá að byggja annan Siam Park á Tene. Eina skilyrðið sem þau settu , var að hann þyrfti að vera í anda hins tælenska garðs og að Buddah styttur myndu prýða garðinn. Þessvegna er garðurinn í þessu asíska þema. Virkilega snyrtilegur og fallegur garður með brautum fyrir alla.

Ég hélt reyndar að ég væri við dauðans dyr í þeim stærstu, en þar held ég að hugurinn hafi verið að leika sér að kjúklingahjartanu mínu. Mikils öryggis er gætt í garðinum og lifeguards útúm allt. Þeir taka á móti manni uppi á brautunum og einnig er þú kemur niður úr þeim.

Ég viðurkenni að röddin var eilítið rispuð eftir daginn, eftir að hafa gert alla þá sem voru í kringum mig í brautunum heyrnalausa með gargi og góli.

Ég kíkti á markaðinn á Adeje ströndinni og þar var mér hent útaf töskubás fyrir að taka snapp. Ég viðurkenni að mér brá og langaði mest til að gefa þessum manni eitt slap in the face. En hann vildi náttúrulega ekki að ég væri að filma allar þessar töskur sem voru alvöru merkjavörur hjá honum. VIð vitum öll að dótið sem finnst á mörkuðum er ,,ekta”.

Ég þrammaði um básana og fann fjölskylduna hennar Bellu minnar. Þeir sem fylgja mér á snappinu þekkja flestöll Belluhornið, þar sem ég faceswap-a við litlu frænku mína.

En ég fann fjölskyldumynd af Bellu.

Hún virðist tengjast inní Mr.Bean fjölskylduna. Virkilega gaman að sjá það og kom mér mikið á óvart.

Síðasta kvöldið var viðburðarríkt. En þá skelltum við okkur, ég, ásamt tveim starfsstúlkum Gaman Ferða á Íslendingabarinn Nostalgíu. 

Þar var karókí.

Ég beltaði frá mér tveim gömlum slögurum, ,,Everybody” með Backstreet boys vinum mínum og ,,Wannabe” með Spice Girls án þess að taka feilnótu.

F.E.I.L.N.Ó.T.U.

 Það hefur sjaldan heyrst svona ómþýður söngur um strendur Tenerife. Það er ég nokkuð viss um. Þegar ég lagðist upp í rúm eftir það kvöld og horfði á story-ið á snappinun, hugsaði ég með sjálfri mér að nú væri komið að því. Núna myndi umboðsmaður Íslands, Einar Bárðason hafa samband og bóka mig í gigg í Hörpu.

Ég ákvað að kveðja Tene með því að kveikja í kínverskri ljósalukt síðasta kvöldið. Lukt sem maður kveikir með eldi og hún svífur upp.

Eva Ruza náði náttúrulega að skíta upp á bak með það. Var heppin að kveikja ekki í sjálfri mér eða hótelinu. Ég er ekki viss um að luktin sjálf eigi að loga….ég held að þar hafi mistökin legið.

En þessir 5 dagar gáfu mér fullt af D-vítamíni, frá elsku sólinni okkar, hita í kroppinn, ég þrammaði strandlengjuna þvera og endilega, henti mér í líkamsræktaræfingar með ókunnugum,skoðaði fullt af hótelum sem ég sýndi frá, og kom mér í allskyns skemmtilegar aðstæður.

Get svo sannarlega staðfest að eyjan Tenerife er klárlega staður sem ég mun skvettast til með fjölskylduna, eftir að hafa fengið að upplifa hana svona dásamlega í fyrsta sinn.

Sólarkveðja á ykkur kids

XoXo

Eva Ruza

Þið finnið mig á snapchat & instagram: evaruza – þar sem ég er alltaf bissí.

Einnig getiði fundið mig inni á þessari facebook síðu : Eva Ruza