Eva Ruza skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Eva Ruza- Við erum allar Supermoms

Að vera mamma. Óhhh boy, að vera mamma…

Við stökkvum framúr á morgnanna, lítum í spegil, blikkum mömmuna sem blasir við okkur og segjum: ,, helló sexy supermom, let´s do diiizzzzz.” (víst, við gerum þetta allar ) ………ca. 2 mínútum seinna erum við totally búnar að missa kúlið og erum farnar að tala einni tóntegund hærra, jafnvel tveim, en við ætluðum okkar. Supermom of the day er fokin útum gluggann.

Það þekkja allar mömmur strögglið við að reyna að halda heimilinu spotless (heppnast aldrei nema það sé stórveisla coming up).

Að börnin yfirgefið heimilið hrein, fín og blettalaus,þó það sé ekki nema rétt á meðan þau hverfa úr augsýn. Að þau klæðist fötum/sokkum sem eru EKKI götótt. Þvotturinn, ó fjandans (afsakið orðbragðið) þvotturinn. Ég meina, common. Það er the never ending story. Akkúrat þegar ég sé í langþráðan botninn á þvottakörfunni,þá mætir sonur minn eða dóttir heim og dúndrar 150 flíkum (ca.150 flíkur, plús/mínus) af sér beint ofan á fallega botninn. Draumurinn um tóma þvottakörfu deyr jafn hratt og hann fæddist.

Smyrja nesti, hugsa kvöldmat, kaupa í kvöldmatinn, þvo þvottinn, skutla á æfingu, sækja á æfingu, heimalærdómurinn. Ég gæti haldið áfram.
Ég er gríðarlega vel gift og eiginmaðurinn tekur virkan þátt í heimilishaldinu….Ekki séns samt að hann fái að koma nálægt þvottinum. Ekki eftir að hann setti sparibolinn minn beint í þurrkarann sem ég hafði mikið fyrir því að handþvo. Útúr þurrkaranum kom mjög fallegur barbie bolur. A for effort beibí, en takk samt.

Fallegu mömmur!

Rétt upp hönd sem hefur bara einfaldlega sest niður á ákveðnum tímapunkti og farið að grenja? Bara allt í einu klárast bensínið, eftir einn erfiðan dag sem virðist engan endi ætla að taka. #bugun á sér stað.

Hönd upp!

Vitiði, það er líka bara allt í lagi. Við tökum okkur 20 sekúndur í að hora og grenja smá pirring og gremju frá okkur, hristum okkur og stormum svo fram með bakið upprétt, brosið er smurt upp á fésið og við erum tilbúnar í næstu atrennu.

Það sem er svo dásamlegt við þetta allt saman er sú staðreynd að við myndum engu vilja breyta. Allavega ekki ég. -Jújú,þvotturinn má eiga sig. Börnin mega alveg stundum taka sjálf til í herberginu. Þau eiga líka sín móment sem leiðinlegustu börn Íslandssögunnar (á slæmum degi) og ég hef stundum svitnað bara við tilhugsunina um konur sem eiga fleiri en þrjú og fleiri en fjögur börn.

I salute you moms.

Er rökkva tekur og ró færist yfir þá svífur þessi dásamlega tilfinning yfir sem gerir þetta allt þess virði. Litlir þreyttir kroppar leggjast í rúmin og bíða eftir góða nótt kossinum frá mömmu og pabba. Loka augunum, við læææðumst fram og BYRJUM ÞETTA PARTÝ.

Djók.

Ég viðurkenni það, ég hef oftar en einu sinni fengið stór rykkorn í augun þegar ég horfi á tvær dásamlegar litlar verur sofa vært. Á því mómenti hef ég líka oft hugsað : ,,hvernig getur þú ,litla mannvera, gert mömmu þín alveg brjálaða. Þú sem ert svo lítil og sæt” Hahahaha. The bjútí of beeing a mom.

Eina sem ég óska er að ég verði jafn góð mamma og mamma mín. Þá mun ég stolt geta sagt að my mission is complete.

Við fáum einn séns með þessi blessuðu börn. Einn séns til að ala þau rétt upp. Eins gott að bretta upp ermarnar og halda vel á spöðunum.

Að vera mamma er erfiðasta djobbið, það hlýtur bara að vera skjalfest einhversstaðar, en það er líka það best borgaða.

Sexý súpermömmukveðja to all da moms out there!

Eva Ruza

Þið finnið mig á snapchat &instagram: evaruza