Eva Ruza skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Eva Ruza- Emcee Ruž á Miss Universe Iceland 2017!

Emcee Ruz mætti til leiks síðastliðið mánudagskvöld, rúmu ári eftir að hafa staðið þar síðast í sama tilgangi.

Að kynna á keppninni Miss Universe Iceland og daaaayuuum, þessi dagur og þetta kvöld mun verma hjartað mitt þegar ég verð orðin gömul og krumpuð að hugsa um gamla tíma….

Okei kannski fulldramatísk núna.

Miss Universe Iceland keppnin fór fram annað árið í röð á mánudagskvöldið.

Ég var farin á stjá snemma um morguninn að græja það sem ég þurfti áður en ég héldi á áfangastað, sem var Gamla Bíó. Þangað var ég komin um kl.11 og mætti beint í blússandi partý hjá stelpunum 17 sem voru að keppa um titilinn. Þær voru búnar að standa sig eins og hetjur í öllum undirbúningnum undir handleiðslu stórvinkonu minnar hennar Anítu Íseyjar Jones ,choreographer og stagecordinator (sorry, ég bara veit ekki íslensku orðin yfir þessa titla. Forgive me pretty please)sem sá um að halda utan um þetta show frá A-Ö og ætti skilið verðlaun fyrir!

Lokadagurinn loksins runninn upp…og spenningurinn í hámarki.

Við töltum allar saman í hádegismat og svo hentum við okkur beint í lokarennsli áður en hár og förðunardömur mættu á svæðið.

Ég mætti með mitt eigið glamsquat.…sem er samt reyndar bara ein manneskja með allan pakkann, en það er hún Tinna Miljevic, systir mín og ein sú færasta í bransanum.

Ég verð líka bara að segja ykkur að mér hefur sjaldan á ævi minni liðið jafn glamorus og þetta kvöld og ég ætla bara að owna það og lifa á því næstu vikur. Tvíburamamman lookaði bara asskoti fín þetta kvöld, þökk sé henni elsku Tinnu minni sem þekkir andlitið mitt betur en nokkur annar make up wise.

Þegar andlitið vvar komið upp þá var ekkert annað í stöðunni en að smeygja sér í gullfallega eldrauða kjólinn sem ég klæddist þetta kvöld. Þennan kjól keypti ég á erlendri síðu á um 100 dollara minnir mig, sem er gjöf en ekki gjald, og gæðin eru þvílík að ég hef aldrei vitað annað eins.

Ég vissi reyndar að þetta væri gæðasíða því Debbý systir mín keypti brúðarkjólinn sinn þarna líka og hann var sjúkur.

Hér er linkur inn á þessa síðu fyrir áhugasama.

Þá var bara komið að þessu.

Ljósmynd: Óli Magg

Keppnin byrjaði með því að Hildur María Miss Universe Iceland 2016 sagði nokkur orð.

Ljósmynd: Óli Magg

Tjaldið dróst frá og stelpurnar nelgdu opnunaratriðið sitt.

Þema keppninnar var 24K í Bruno Mars anda….hefði ekki getað verið betra fyrir grúppíuna í rauða kjólnum.

Stelpurnar luku sína fyrsta atriði af og það var komið að mér. Ég viðurkenni alveg að ég var með hjartslátt í hálsinum á meðan ég beið eftir að kæmi að mér, en svo um leið og ég kom fram á sviðið og ljósin skinu í augun þá datt ég í comfort zone-ið mitt .

Ljósmynd: Óli Magg

Ég bara gjörsamlega elska að fá að standa á sviði í skemmtilegum viðburði.

Ljósmynd: Óli Magg

Stelpurnar stigu svo á stokk í bikiní og loks síðkjólum og dayyyyuuuum hvað þær voru flottar og geislandi þarna.

Ljósmynd: Óli Magg

Mér leið eins og ungamömu á kantinum og starði á þær með stjörnur í augunum að hugsa hversu mikið bullandi sjálfstraust væri í gangi þarna á sviðinu og ÉG ELSKAÐI AÐ SJÁ ÞAÐ!!

Þvílíkt sem þær voru búnar að blómstra á þessum tíma síðan ég sá þær fyrst.

DON´T ASK!

Ég sjálf var hrikalega ánægð með eigin frammistöðu líka, og jájá, ég get alveg hrósað sjálfri mér upphátt. Salurinn var eins og leir í höndunum á mér og ég held að allir hafi skemmt sér konunglega.

Loks var komið að úrslitinum og var byrjað með topp 10 þar sem þær svöruðu allar 2 spurningum á sviðinu á ensku, líkt og gert er úti í keppninni. Topp 10 stúlkunum var svo skipt niður í topp 5, og voru þær stúlkur látnar svara einni lokaspurningu.

Ljósmynd: Óli Magg

Að lokum var svo krýnd ný drottning.

Ljósmynd: Óli Magg

Arna Ýr Jónsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland og er geislandi fögur stúlka..eins og þær voru reyndar allar.

Ljósmynd: Óli Magg

Ég held að við séum að fara að taka stóra titilinn úti í Miss Universe. 

Ljósmynd: Óli Magg

Þessi frábæri dagur og geggjaða kvöld tók að lokum enda.

Rauði kjóllinn fór í kjólapoka, gullhælaskórnir mínir í skópoka, augnhárin í box og andlitið var skrúbbað. Tvíburamamman fór í sturtu og lagðist dauðþreytt á koddann um miðja nótt, gjörsamlega búin með orkuna.

I gave the show my everything og tók allan næsta dag í að hlaða batteríin á ný.

Arna Ýr er lögð af stað í sitt fyrsta ævintýri tengt keppninni, en akkúrat núna þegar ég skrifa þessi orð er hún a leið yfir hafið á leið í roadtrip um Bandaríkin að hitta kjólasponsora og aðra sem styrkja hana á allan hátt fyrir stóru keppnina. Hægt er að fylgjast með ævintýrum hennar á snappinu @arnayr og @missuniverseice. Einnig er Manuela virk á snappinu @manuelaosk

Ljósmynd: Óli Magg

Manuela Ósk og Jorge Esteban sem eiga Miss Universe Iceland keppnina eiga stórkostlegt hrós skilið fyrir umgjörðina og þessa upplifun sem keppnin er. Það er ekkert svo langt síðan við Malla vorum 10 ára að verpa eggjum í Skólagerðinu.

We´ve come a long way my friend.

Ég er strax farin að hlakka til næsta árs!

Ljósmynd: Óli Magg

Always reach for the stars!

Emcee Ruz kveður að sinni

Þið finnið mig inná minni eigin sjónvarpsstöð á snappinu:  evaruza

Instagram: evaruza

Einnig finnið þið mig inni á facebook síðunni minni: Eva Ruza