Íris Tara skrifar Flokkað undir Tíska & Hönnun.

Fallegar fléttur fyrir millisítt og stutt hár

Fléttugreiðslur fyrir millisítt og stutt hár

Það getur verið erfiðara að finna greiðslur í styttra hár, en þó er margt fallegt hægt að gera. Fléttur eru alls ekki bara fyrir sítt hár eins og sjá má á þessum myndum!

Þessi klassíska greiðsla passar fyrir næstum því allar síddir. Ef hárið er styttra þarf ekkert endilega að taka þær saman í endana með teyju, heldur spenna þær aftur með spennu.

Ef þið kunnið að gera fasta fléttu er þessi mjög töffaraleg

Laus og messy flétta í toppinn

Þessi er æðisleg. Það er auðvelt að ýkja fléttuna með fingrunum með því að toga aðeins í hana eins og má sjá HÉR

Þessi flétta er öðruvísi og falleg. Sjá HÉR hvernig hún er gerð

Litlar fastar fléttur fremst í toppinn, skmemtileg leið til að halda hárinu frá andlitinu.

Fiskiflétta er klassísk og alltaf jafn falleg. Hægt er að gera fiskifléttu í hluta af hárinu ef hárið er stutt. Sjá kennslumyndband HÉR

 

Einföld, sæt, skemmtileg og passar í næstum hvaða sídd sem er.

Kveðja

KRÓM
Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR

10255681_511039629002398_3516793592705616878_n7