Fallegar páskaliljur eru dásamlegar – en hvernig á að hugsa um þær!

Páskarnir eru oft það fyrsta sem að minnir okkur á að vorið sé að koma.

Páskaliljur má  fá afskornar  fyrir páska, Hafi þær ekki farið í vatn, má geyma þær þurrar, innpakkaðar í sellófan á kæli í allt að 7 daga. Áður en þær eru settar í vatn eru skornir um 2 cm neðan af stilknum og blómin sett í vasa með litlu vatni í.

Afskornar páskaliljur standa í c.a viku en þær einnig  hægt að fá á lauk. Ræturnar fara þá niður í vatnið en það verður að passa að laukurinn sjálfur blotni ekki því þá myglar hann.