Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Ferskir morgunsafar: Þetta skiptir máli

Það er svo gott  að skella nokkrum vel völdum grænmetis eða ávaxtategundum í blandarann með nokkrum klökum og jafnvel skyrslettu ef að drykkurinn á að vera þyngri.

Hér eru  nokkrar gómsætar uppskriftir af morgunsöfum

Grænn og Góður:
1 lúka af fersku spínati
1/2 sítróna
2 gulrætur
3 klakar

Mangó Tangó:
1/2 bolli mangó
1/2 bolli hreinn ananassafi
1 bolli ferskur ananas
3 klakar

Bananadraumur:
1 banani
4 fersk jarðaber
1 bolli jarðaberjajógúrt