Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Fjölskyldusmiðjur í Árbæjarsafni á sunnudag

Sunnudaginn 9. júlí er börnum og fjölskyldum þeirra boðið að taka þátt í skemmtilegum smiðjum á Árbæjarsafni. Smiðjurnar eru byggðar á fræðsluverkefninu Verk að vinna þar sem börn og fjölskyldur þeirra fá að kynnast starfsháttum fyrri tíma eins og hvernig afla þurfti eldiviðar fyrir veturinn og koma honum í hús (hrístekja); bera vatn á milli staða; vinna ull; þvo þvott og hengja upp. Börn voru stundum störfum hlaðin hér áður fyrr en fundu sér jafnframt tíma til að leika ein og sér eða í hópi.

Safnið er opið frá kl. 10 –17 en smiðjurnar hefjast kl. 13.

Heitt á könnunni í Dillonshúsi og heimilislegar veitingar.

Ókeypis aðgangur fyrir börn, eldri borgara, öryrkja og menningarkortshafa.

Allir velkomnir sem vettlingi geta valdið.