Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Tíska & Hönnun.

Flott boð og smá sýnishorn af nýjum haust og vetrar vörum sem eru á leiðinni í verslanir Bestseller

Bestseller bauð okkur á flottan viðburð fyrir helgi á Marhúsi Garðabæjar.

Það er ekki annað hægt að segja en það hafi verið tekið vel á móti okkur með flottum veitingum ljúfri tónlist og smá sneak peek af þeim vörum sem eru að koma í verslanir Bestseller.

Það er margt spennandi á döfinni hjá Bestseller og fókusinn er á umhverfisvænni efni í framleiðslu á fatnaðinum sem seldur er í Vero Moda, Selected, Vila, Jak&Jones og barnafataversluninni Name it.

Flott föt og það verður spennandi að sjá meira þegar verslanirnar  Bestseller fyllast af nýjum  haust og vetar vörum.

Takk fyrir okkur