Flott DIY hjá ungu pari – Breyttu gamalli kommóðu í eldhúseyju

Við fengum að fylgjast með hjá ungu pari þegar þau breyttu gamalli kommóðu sem þau keyptu í Góða hirðinum á 5.000 krónur í glæsilega eldhúseyju.   Eftir mikla leit að hentugri stærð á eyju var sérsmíði það eina sem kom til greina með tilheyrandi kostnaði.  Þá kom þessi hugmynd að finna rétta stærð af kommóðu og breyta henni í flotta eyju og kaupa borðplötu.13235845_10209813792169634_993350121_n

Þessi fannst í Góða Hirðinum á 5.000 krónur og stærðin var fullkomin 120 cm á breidd og 80 cm á hæð.

13277948_10209813803169909_112753982_n

Þá var næsta skref að byrja að kroppa af límmiða, pússa hana og lakka.

13245907_10209813803249911_1095461602_n

Skúffurnar fengu nýjar höldur sem pössuðu betur við

13245884_10209813803289912_846503179_n

13233321_10209813803329913_750879093_n

Borðplatan var keypt í IKEA og gat ekki hafa passað betur

drty

13235926_10209813803209910_1510914050_n

Neðstu skúffurnar eru ekki notaðar þar sem plássið á að vera geymsla fyrri potta og pönnur

13227893_10209813796729748_524719898_n

Marmarafilmu skellt í botninn til að koma í veg fyrir rispur.  Kemur vel út!

13295384_10209536700363774_47632983_n

VOLA! tilbúin eldhúseyja og kostaði með öllu rétt rúmlega 20.000 krónur

13292856_10209536705203895_816631159_n

Glæsilegt DIY verkefni og það borgar sig stundum að hugsa aðeins út fyrri boxið

Við þökkum Friðrik og Svanfríði fyrir að leyfa okkur að fylgjast með

Ef þið eruð að gera spennandi og skemmtileg DIY verkefni sem þið eruð til í að delia með öðrum endilega sendið okkur tölvupóst á erna@krom.is

krom215