Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Tíska & Hönnun.

Flottar transkonur sem hafa náð langt sem fyrirsætur

Andreja Pejic er fyrsta transkonan til fá samning við snyrtivörufyrirtæki og kemur hún til með að sjást í auglýsingum fyrir Make up forever. Hún hefur einnig labbað tískupalla fyrir þekkta hönnuði líkt og Marc Jacobs og  Jean Paul Gaultier.

01toptransgendermodels

Andreja-Pejic-GQ-Australia-

936full-andrej-pejic-1317-1406278115

AndrejaPejic-VAMFF-JoshGoot-Runway

 

Lea T er mikill áhrifavaldur í Transgender samfélaginu. Hún fór frá því að vera aðstoðamaður við tökur fyrir Vogue í það að sitja sjálf fyrir í tískuþáttum. Forbes nefndi hana eina af 12 konum sem hafa breytt ítalskri tísku.

file_170519_0_Elle-Brazil-Dec-2011-Lea-T

tumblr_myejq8IFn41sja8lso2_1280

lea-t-fabio-bartelt-ffw-03

voices-androgyny-within-gender-conventions-07-hokkfabrica

Hari Nef hefur verið mikið umtöluð eftir að hún var skráð á eina virtustu módelskrifstofu heims IMG. Hún er önnur transkonan sem er á skrá hjá IMG en sú fyrsta var Valentijn De Hingh. Hari er einnig rithöfundur og hefur skrifað skemmtilegar greinar í þekkt blöð.

CDI_XzyWAAEbOnm

HN

06toptransgendermodels

Valentijn De Hingh var uppgötvuð þegar hún var 8 ára, þá sem strákur. Það var kvikmyndagerðamaðurinn Hetty Niesch sem fékk að mynda hana í 9 ár eða þar til hún varð 17 ára gömul. Úr því var gerð heimildamynd sem leggur áherslu á æsku Transfólks. Núna starfar Valentijn sem fyrirsæta og hefur setið fyrir í tímaritum og í auglýsingaherferðum fyrir þekkta hönnuði

45777f9305dddf771182beab03d99270

08toptransgendermodels

VALENTIJN-01-620x802

e043b22184857ac14a28662622f01395

Isis King er best þekkt fyrir að hafa tekið þátt í America´s Next Top Model, ekki einu sinni heldur tvisvar ! Hún hefur setið fyrir tískumerki eins og American Apparel´s og labbað tískupalla fyrir þekkta hönnuði. Hún er áhrifavaldur í trans heiminum og kemur fram í nýrri heimildarmynd “In the Life”.

07toptransgendermodels

B2Ae_38CEAIkX-E

king

Isis-King

 

Fallegar og hugrakkar konur sem eru svo sannarlega að breyta heiminum til hins betra.