Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Förðunarbloggarinn Elín Likes: „Hendum makeup remover wipes í ruslið, þær eru bara í lagi í útilegum“

Elín Erna Stefánsdóttir er 20 ára hrikalega hæfileikaríkur förðunarfræðingur sem heldur úti blogginu ElinLikes. Bloggsíðan hefur náð hrikalegum vinsældum enda flott stelpa hér á ferð sem er ávallt með puttann á púlsinum þegar kemur að heitustu trendunum í makeup-i. KRÓM fékk að heyra aðeins í Elínu…

Hvað ertu alltaf með í töskunni:
Símann, peningaveskið og varasalva. Ekki meira spennandi en það.

Hvaða snyrtivörur notar þú daglega:
Ég er sjaldan máluð dagsdaglega en gott rakakrem er alltaf nauðsynlegt. Ef ég laga mig aðeins til þá nota ég léttan farða eða BB krem, hyljara og kinnalit, smávegis maskara og augabrúnablýant.

Uppáhalds farðinn þinn:
Það er mjög misjafnt eftir tilefnum og hvort ég sé að farða mig eða aðra. Ég nota YSL BB kremið mikið á sjálfa mig en farðarnir sem ég nota helst á aðra eru MAC Face and Body, Nars Sheer Glow og Make Up Forever HD.

Uppáhalds varaliturinn:
Þetta er ekki auðveld spurning, en Suedeberry Velvetine frá Lime Crime og Peach Blossom frá MAC eru æði.

Uppáhalds maskarinn:
Grandiose er í miklu uppáhaldi þessa dagana, hann er bjargvættur fyrir mín litlu augnhár.

Makeup rútínan þín þegar þú ferð út:
Ég sit fyrir framan spegilinn í marga klukkutíma og eyði mestum tímanum í húðina og augabrúnir, soft brúnt smokey verður oftast fyrir valinu ásamt fínum gerviaugnhárum.

Uppáhalds makeupartistinn:
Svo margir! Held mikið uppá Mary Greenwell, Charlotte Tilbury, Lisu Eldridge, Alex Box og Pat McGrath – klassísku snillingana. Patrick Ta og Mario Dedivanovic er líka yndislegir.

Uppáhalds makeup trendið:
Falleg „dewy“ húð og flottar þykkar augabrúnir.

Hvað dreymir þig um að eignast:
Bjarta og fína risíbúð í San Fransisco og einn stóran lottóvinning takk.

Uppskrift að skemmtilegri helgi:
Ferð heim á Þingeyri eða sumarbústaðarkósý með fjölskyldunni, það klikkar ekki.

Uppáhalds haust-trendið:
Ég er mjög sátt með 90’s fílinginn sem er í gangi, þakka Kylie Jenner fyrir það.

Uppáhalds bjútíráð:
Það er nauðsynlegt að hugsa vel um húðina! Drekkum nóg af vatni og hendum makeup remover wipes í ruslið, þær eru bara í lagi í útilegum.

Uppáhalds makeupverslun á Íslandi:
Það er ekki hægt að toppa ferð í MAC.

Uppáhalds makeupverslun erlendis:
Sephora, að sjálfsögðu.

Hvert var þitt versta makeup tímabil/trend:
Þegar ég var dökkhærð og hélt að augabrúnirnar ættu að vera mega dökkar, not cute.

Hvað er makeup í þínum huga:
Að draga fram það besta í hverjum og einum – gott sjálfstraust boost!

Við hja KRÓM þökkum kærlega fyrir spjallið!

Kveðja

KRÓM
Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR