Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Frosin jógúrtykki með múslí og berjum

Þessi gómsætu jógúrtykki eru fullkomið millimál, þú getur blandað saman öllu því sem þér þykir best, möguleikarnir eru endalausir og útkoman er dásamleg.

Innihald:

 • 2 bollar grísk jógúrt
 • 1 1/2 bolli ávextir, frosnir eða ferskir
 • ½ bolli hnetur eða möndlur (eða bæði )
 • ¾ bolli músli
 • ¼ bolli súkkulaði dropar (líka hægt að sleppa)
 • Svo er gott að bæta smá sætu við, hunang, stevia eða agave, er þó alls ekki nauðsynlegt fyrir ykkur sem viljið vera extra holl.

Leiðbeiningar:

 • Setjið öll hráefni í skál og hrærið vel saman
 • Setjið álpappír í eldfast mót eða ofnskúffu
 • Setjið blöndun á álpappirinn og dreifið vel úr
 • Setjið plastfilmu yfr og setjið í frysti.
 • Þegar blandan er nógu vel fryst, takið þá úr frystinum og leyfið að þiðna í um 5 mínútur. Skerið þá í bita.
 • Setjið síðan afganginn í box og aftur inn í frysti.

YUMMÝ

KRÓM
Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR