Frábær árangur náði að sigrast á átröskun

Nicola King var við dauðans dyr þegar hún snéri blaðinu við og náði tökum á lífinu á ný.  Átröskunin var búin að taka yfir allt hjá Nicolu og læknar sögðu foreldrum hennar að vera undirbúnir þar sem hún ætti ekki langt eftir.   Þegar Nicola var 16 ára byrjaði hún í megrun og fór að telja kaloríur sem leiddi til þess að hún hætti nánast alveg að borða og drekka.  Hún hætti að hafa blæðingar og var stanslaust með verki um allan líkaman þegar hún var sem verst á sig komin var hún 25 kíló.

Til þess að  bjarga Nicolu var brugðið á það ráð að leggja hana inn á spítala og koma mat ofan í hana í gegn um slöngu og var hún á spítalanum í 6 mánuði.

Þegar Nicola útskrifaðist af spítalanum náði hún frábærum árangi bæði andlega og líkamlega og fór að fara í ræktina og tileinka sér að borða hollt og reglulega.

Eftir að hafa æft í góðan tíma gerði hún sér lítið fyrir og vann keppni í vaxtarækt.

Við elskum þegar fólk nær bata og árangri 🙂