Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Frábær föstudagsmatur – Tacolasagna

Tacolasagna

  • 1 poki nachos flögur (ég notaði ostanachos frá Santa María)
  • 300 g nautahakk
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 bréf tacokrydd
  • 1 púrrulaukur
  • 1 dl ólívur
  • 225 g tacosósa
  • 400 g niðursoðnir hakkaðir tómatar
  • 2 dl sýrður rjómi
  • 2 dl rifinn ostur

Hitið ofninn í 225°.

Setjið nachos í botn á eldföstu móti.

tacolasagna11

Brúnið nautahakk á pönnu og blandið pressuðu hvítlauksrifi og tacokryddi saman við.

tacolasagna02 - Copy

Setjið nautahakkið yfir nachosið.

tacolasagna21

Skerið púrrulaukinn í sneiðar og ólívurnar í tvennt og stráið yfir nautahakkið.

tacolasagna31

Blandið tacosósu og niðursoðnum tómötum saman og setjið yfir púrrulaukinn og ólívurnar.

tacolasagna41

Hrærið sýrða rjómann svo hann þynnist aðeins (setjið jafnvel 1 msk af vatni saman við hann) og breiðið hann yfir tómatsósuna.

tacolasagna51

Enfalt gott og ekta föstudags.

tacolasagna91

krom21