Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir Heimili & Arkitektúr.

DIY Barnaeldhús-Frábær hugmynd í barnaherbergið

Flestum krökkum finnst gaman að elda í þykjustunni og stússast með eldhúsáhöld. Ef þú átt gamlan sjónvarpsskáp eða náttborð er hægt að breyta því í lítið eldhús fyrir krílin. Það er nú líka alltaf hægt að kaupa ódýrt á Bland eða í Góða Hirðinum til að breyta. Svo er líka svo ótrúlega gaman að leyfa krökkunum að taka þátt í föndrinu.

Hérna má sjá hvernig náttborð eru notuð á skemmtilegan máta

 

Einnig er hægt að nota pallettur, væri mjög sniðugt að setja saman svona eldhús til að hafa úti yfir sumartíman

 

 

Það er líka hægt að fara mjög ódýra leið og nota pappakassa!

 

 

 

Þetta skemmtilega eldhús er búið til úr Beckvam tröppu frá Ikea

Svo fyrir þessi aðeins stærri er æðislegt að nota gamlan sjónvarpskáp, þá er hægt að vera með ísskáp, glugga og allt sem ímyndunaraflið leyfir!

 

 

Kveðja

 KRÓM

Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR

   10255681_511039629002398_3516793592705616878_n