Íris Tara skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Frábær ráð til að ná fram fallegum lit með brúnkukremi!

Það er sniðugt að nota brúnkukrem fyrir þá sem  vilja fá  smá lit á kroppinn.

Það getur þó verið vandamál að bera brúnkukrem á sig og sérstaklega þegar maður á til að verða flekkóttur eða þegar brúnkukremið smitast í  föt og rúmföt.  Það eru þó til fullt  af góðum ráðum og okkur fannst Jaclyn Hill youtube stjarna með meiru gefa frábær ráð!

-Skrúbba húðina vel, það þarf ekkert að nota dýran skrúbb og eins og þið sjáið í myndbandinu notar Jaclyn sykur !

-Ekki bera á ykkur bodylotion, nema á þá staði þar sem er mikill þurrkur og þar sem eru ójöfnur. Brúnkan á það oft til  að verða flekkótt í kringum fingur og tær, olnboga, hné og ökla. Á þessa staði er gott að bera á sig bodylotion.

– Prufa brúnkukrem á litlum blett í andlitinu fyrst til að sjá hvernig húðin bregst við, ekki allir sem þola brúnkukrem í andlitið.

-Nota förðunarbursta til að bera brúnkukrem á andlit, háls, bringu, handabak, fingur, ökla. tær og einnig til að blanda henni vel út á líkaman! Þetta ráð erum við að elska ! Jaclyn notar í þessu myndbandi bursta frá Morphe.

– Þegar borin er brúnka á andlit er best að byrja að blanda út í kinnarnar og enni en enda í kringum augu og munn þegar það er minna af brúnkunni í burstanum ( eða hanskanum).