Íris Tara skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Frábær ráð til að ná fram fullkominni sumarbrúnku með brúnkukremi!

Þegar sumarið er ekkert sérstaklega sólríkt getur verið sniðugt að nota brúnkukrem til að fá smá lit. Það getur þó verið vandamál að bera brúnkukrem á sig og sérstaklega þegar maður á til að verða flekkóttur eða þegar brúnkukremið smitast í  föt og rúmföt.  Það eru þó til fullt  af góðum ráðum og okkur fannst Jaclyn Hill youtube stjarna með meiru gefa frábær ráð!

-Skrúbba húðina vel, það þarf ekkert að nota dýran skrúbb og eins og þið sjáið í myndbandinu notar Jaclyn sykur !

-Ekki bera á ykkur bodylotion, nema á þá staði þar sem er mikill þurrkur og þar sem eru ójöfnur. Brúnkan á það oft til  að verða flekkótt í kringum fingur og tær, olnboga, hné og ökla. Á þessa staði er gott að bera á sig bodylotion.

– Prufa brúnkukrem á litlum blett í andlitinu fyrst til að sjá hvernig húðin bregst við, ekki allir sem þola brúnkukrem í andlitið.

-Nota förðunarbursta til að bera brúnkukrem á andlit, háls, bringu, handabak, fingur, ökla. tær og einnig til að blanda henni vel út á líkaman! Þetta ráð erum við að elska ! Jaclyn notar í þessu myndbandi bursta frá Morphe.

– Þegar borin er brúnka á andlit er best að byrja að blanda út í kinnarnar og enni en enda í kringum augu og munn þegar það er minna af brúnkunni í burstanum ( eða hanskanum).

 

Nú verð ég hreinlega að finna mér góðan förðunarbursta til að prófa !

xxx

Íris Tara

KRÓM

 

Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR