Íris Tara skrifar Flokkað undir Heimili & Arkitektúr.

Frábærar lausnir fyrir lítil svefnherbergi

Lítil svefnherbergi

Það þarf oft að fórna einhverju þegar kemur að fasteignakaupum nú eða leigu. Stór stofa eða eldhús geta komið í skiptum fyrir lítil herbergi, en það er þó ekki alslæmt því við erum með nokkrar lausnir til að nýta rýmin hér.

Gott er að nýta plássið undir rúminu. Körfur eru fallegar að horfa á og hægt að setja rúmföt eða það dót sem kemst hvergi fyrir.

Ef það er ekki nóg pláss undir rúminu fyrir körfur er tilvalið að nota þessa hirslu frá Ikea sjá HÉR og bæta undir hana hjólum fyrir auðvelt aðgengi.

Þegar gólf og veggjapláss er lítið, er gott að hengja hillur hátt upp. Þar er hægt að geyma dót sem er ekki i mikilli notkun.

Einnig er tilvalið að setja hillu fyrir ofan hurðina….

Ef það er lítið skápapláss má alltaf bæta við frístandandi skápum. Þá er auðveldara að raða þeim til að plássið verði meira. Hérna er skápum raðað sitt hvoru megin við rúmið og sniðugt hvernig náttborðin eru nýtt sem góð hirsla.

Hérna er hvert einasta horn nýtt og búið að útbúa litla fataslá í einu horninu.

Skápar fyrir ofan rúmgaflin er sniðug lausn fyrir aukið skápapláss.

Hér má sjá hvernig Ikea brautir úr eldhúsdeildinni eru notaðar fyrir skart. Sniðugt að nýta hurðina sem geymslupláss.

Í þessu pínulitla herbergi er gluggakistan nýtt sem náttborð ásamt því að hengja fallegar hillur á veginn.

Reynið að finna náttborð sem er hægt að nýta sem hirslu. Hérna er gömul kista notuð en ofan í henni má geyma nóg af dóti!

Það er sko hægt að hafa það notarlegt í litlum svefnherbergjum, bara leyfa hugmyndafluginu að njóta sín! Vonandi getið þið nýtt ykkur þessar góðu lausnir.

Kveðja

KRÓM

Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR

10255681_511039629002398_3516793592705616878_n