Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Frábært millimál eða morgunverður: Chia búðingur með berjum

 Hér er  ein ótrúlega einföld og góð uppskrift að millimáli eða gómsætum morgunverði .

Þetta er chia-búðingur með ferskum berjum en auðvitað er hægt að skipta berjunum út fyrir ávexti að eigin vali, eða hreinlega 70%súkkulaði eða til dæmis kanil.

3390a1e3ec25aad234ba4c9ee38e74be

chia-seed-pudding-4-682x1024

Uppskrift:

1 bolli möndlu eða soyamjólk
4 matskeiðar chiafræ
1&1/2 matskeið af hrásykri eða stevíu
1 teskeið af vanillu extracti
handfylli af berjum að eigin vali

Aðferð:

Blandið mjólkinni, sykrinum og vanillu extractinu saman í skál og hrærið vel saman. Bætið chiafræunum við og hrærið þar til að öll efnin eru vel blönduð saman. Hellið blöndunni svo í krukku og geymið í ísskáp yfir nóttu. Berið fram með blönduðum berjum ofan á, ef að þið viljið hafa þetta aðeins léttara er hægt að hella örlítið meira af mjólkinni yfir og hræra aðeins í.