Freknur með hækkandi sól – af hverju fáum við freknur?

Freknur eru litlar skellur af litarefninu melaníni í húðinni. Þær eru mjög mismunandi á stærð, oftast álíka stórar og títuprjónshaus en geta runnið saman og þá orðið stærri. Freknur myndast við sams konar ferli og þegar við verðum sólbrún nema að dreifing melaníns verður ójöfn þegar um freknur er að ræða.

F13

F11

 

Flestir freknóttir einstaklingar eru ljósir á hörund.Freknur er helst að finna í andliti, einkum á nefinu, en geta þó myndast hvar sem sól skín á húðina. Þær eru mjög sjaldgæfar á ungbörnum en miklu algengari á 5-12 ára börnum en fullorðnum.

g1

g6

Erfðir ráða því hvort einstaklingur hefur tilhneigingu til að fá freknur eða verða brúnn þegar sólin skín á húð hans. Freknóttir eru með sérstakt afbrigði af einu genanna sem ræður húð- og hárlit. Nokkur afbrigði eru þekkt af þessu geni og eru þau víkjandi gagnvart því geni sem algengast er. Ef einstaklingur erfir slíkt afbrigði frá öðru eða báðum foreldrum sínum er húð hans föl og verður freknótt þegar hún er óvarin fyrir sól.

 

g7

Munur er á þeim sem erfa afbrigðið frá báðum foreldrum og þeim sem erfa það aðeins frá öðru foreldrinu. Arfhreinir (með afbrigðið frá báðum foreldrum) eru rauðhærðir auk þess að vera ljósir á hörund, brenna auðveldlega í sól og fá freknur í stað brúnku

g3

F12

Einstaklingar sem eru með ljósa húð og brenna auðveldlega ættu að fara mjög varlega í sól og nota ávallt sólarvörn því þeir eru í miklu meiri hættu en aðrir að fá húðkrabbamein. Sumar freknur dofna á veturna eða hverfa nær alveg en birtast aftur þegar sól hækkar á lofti. Hjá sumum dofna þær einnig með aldrinum. Hægt er að losna tímabundið við freknur með því að bera á þær krem sem upplita þær, en þegar sól skín aftur á húðina koma nýjar í staðinn. Það er auðveldara að koma í veg fyrir freknur með því að halda sig frá sólinni eða að minnsta kosti nota öfluga sólarvörn en að losna við þær.

F2

F14

F15

En hvers vegna að losna við þær? Eins og einhver sagði: „Andlit án frekna er eins og næturhiminn án stjarna!“

Upplýsingar Vísindavefurinn HÉR 

krom1