Íris Tara skrifar Flokkað undir Heimili & Arkitektúr.

Friðarlilja – Fallega pottaplantan sem hreinsar loftið !

Friðarlilja sem er einnig þekkt sem Heimilisfriður er ekki einungis falleg pottaplanta,  rannsóknir NASA hafa sýnt að friðarlilja býr yfir eiginileikum til að eyða eða binda algeng eitur og mengunarefni úr andrúmsloftinu. Friðarliljan er því ekki einungis til prýði heldur hefur jákvæð áhrif á heilsu okkar.

Umhirða

Ef hægt er að sjá friðarlilju fyrir nægum raka þá er hún auðveld í meðförum. Varist að hafa hana í sterkri sól, hún þrífst vel í hálfskugga og hita. Ef hún stendur í blóma í sólskini verða blómin grænleit í stað þess að vera hvít. Vökvið hana vel yfir sumartímann en strjálla yfir veturinn. Friðarlilju er umpottað í febrúar og gott er að gefa henni næringu hálfsmánaðarlega yfir sumartímann en sjaldnar á veturna. Fjölgað með skiptingu og fræjum.

– Blómaval

Áhrif plantna á líðan fólks
Sýnt hefur verið fram á að hægt sé að bæta heilbrigði á vinnustað með plöntum. Það er vísindalega sannað að fólki líður betur og er í betra jafnvægi í návist plantna, vinnuafköst aukast. Fjöldi rannsókna hafa verið gerðar á þessu sviði og niðurstöður þeirra leiða í ljós að þar sem plöntur eru hafðar í vinnurými eða við tölvuskjái þar eru færri veikindadagar. Það dregur úr einkennum eins og þreytu, streitu, höfuðverkjum og ertingu í slímhúð.
Allt er vænt sem vel er grænt segir einn af málsháttum okkar. Plöntur hafa góð áhrif á okkur, tilfinningar okkar verða jákvæðari og sjúkir ná fyrr bata. Grænt ýtir undir sköpunarkraft, einbeitingu og afköst almennt. Grænar plöntur auka vellíðan, hvar sem er og hvenær sem er.
Dreifa þarf plöntum jafnt um rýmið, ef um skrifstofu er að ræða er mælt með einni stórri plöntu á hverja 12 m2, eða einni minni plöntu á hverja tvo starfsmenn. Ekki má gleyma að plöntur dempa hljóð, geta því verið góð lausn í opnu rými. 

-Náttúrulækningafelag Íslands

Þó ber að varast

Í Friðarliljunni er safi sem er sérstaklega ertandi fyrir slímhimnu, augu og oft einnig húðina.

-Landsbjörg

 

 

Kveðja

 KRÓM

Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR

                                                                                     10255681_511039629002398_3516793592705616878_n