Andrea S skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Fyrsta roadtrip sumarsins – Slakki dýragarður

Ég kom með færslu fyrir nokkrum dögum (gerið lesið hér) um nokkrar hugmyndir af afþreyingum fyrir fjölskylduna í sumar. Við vorum ekki lengi að starta þessu en listinn okkar er sífellt að stækka og viljum við fjölskyldan nýta sumarið í að sjá fallega landið okkar.

Við ákváðum að taka dagsferð síðustu helgi og fórum meðal annars í Slakka dýragarðinn og tókum síðan rúnt yfir á Seljalandsfoss en Þorbjörn kærasti minn hafði ekki séð hann áður svo við nýttum “lúrinn” hjá barninu í keyrslu þangað.

Ég sé svo alls ekki eftir því að hafa gert mér ferð í Slakka, þessi dýragarður er algjör snilld. Ég mæli svo 100% með honum. Það eru allir svo ótrúlega vinalegir og kurteisir þarna og var upplifunin okkar æðisleg. Það er eitthvað svo sjarmerandi að koma þangað og fá að halda á nánast öllum dýrunum og eru hellingur af dýrum þarna. Ég fattaði bara ekki að taka myndir af þeim öllum því upplifunin var svo mikil að ég gleymdi mér á nokkrum stöðum. Mér eiginlega brá svolítið við það að sjá hversu mörg dýr eru í Slakka og að það megi halda á þeim öllum, klappa þeim og leika við þau. Það er dásamlegt!

Þeir sem þekkja okkur vel vita að þegar Andrea Rafns er glöð þá heyrist það vel. Hún öskrar oft af spennu og gleði þegar henni finnst gaman. Ég get allavegana sagt að mín 10 mánaða stelpa var hæstánægð og vorum við í kasti þegar við skoðuðum myndirnar sem ég tók á meðan við vorum þarna. Hún bókstaflega öskraði af gleði allan tíman og ég er ekki einu sinni að ýkja, myndirnar segja allt sem þarf að segja.

Þegar við mættum þá voru páfakaugarnir sem eru bæði kvenkyns í hörku samræðum. Það var mjög gaman að fylgjast með þeim og spjölluðu þær við okkur á móti.

Þessi litla geit var ekkert smá spennandi en þetta var með þeim fyrstu dýrum sem við skoðuðum og gleðin skýn alveg í gegn.

Þessir svipir hjá henni drepa mig! Hún var svo spennt yfir kettlingunum. 

Kalkúnninn var sá eini sem var ekki að fýla okkur og gargaði mjög oft til baka þegar mín öskraði af gleði hinu megin við girðinguna. Var ekki alveg sáttur með þessi læti í henni.

Það voru kanínur bæði inni og úti sem mátti leika við og klappa. Henni fannst þær ÆÐI!

Hún bókstaflega grét þegar við tókum hana frá dýrunum og yfir í einn hluta garðsins sem eru með leiktæki. Henni fannst við ekki nógu sanngjörn að þetta tæki enda svona fljótt. Það eru hellingur af skemmtilegum leiktækjum þarna.

Svona var hún .. hún öskraði af gleði.

Og svínin í takt..

Henni fannst þessi svín alveg frekar spennandi og voru þau mjög vinarleg. 

Það var síðan hellingur af leiktækjum fyrir allan aldurshóp og var rennibrautin mjög vinsæl hjá minni dömu.

Ég mæli með fyrir alla að fara þangað og leyfa börnunum ykkar að upplifa þennan æðislega dýragarð. Þjónustan þarna er upp á 10 og ég gef dýragarðinum mín bestu meðmæli. Að minni upplifun þá fannst mér dýrunum líða vel og það er vel haldið utan um þau. Það var svo æðislegt að sjá dýr út um allt. Á meðan við fengum okkur að borða komu nokkrar hænur að sníkja mat og sátu svo bara hjá okkur í rólegheitunum.

Ég mun klárlega fara aftur í sumar og leyfa Andreu Rafns að upplifa þetta aftur, því þetta var ekkert smá mikil upplifun fyrir okkur öll. Yndislegt að sjá hana njóta sín svona vel enda er hún algjör dýravinur. Það eru síðan heill hellingur af leikföngum og leiktækjum þarna fyrir börnin að leika sér í svo það er klárlega þess virði að gera sér ferð þangað. Þið verðið ekki svikin.

Eins og ég tók fram hér að ofan þá stoppuðum við hjá Seljalandsfoss og náði ég að smella dýrmætum myndum af dóttir minni sem ég deildi á instagramminu mínu. Ykkur er velkomin að fylgja mér en ég er undir nafninu: andreagudrun og deili þar mikið í instagram story.

Getið einnig skoðar myndir af instagramminu mínu hér: www.instagram.com/andreagudrun

Mun koma til með að sýna mikið af ferðalögunum okkar í sumar þar.

Þangað til næst