Íris Tara skrifar Flokkað undir Heimili & Arkitektúr.

Gamlar skúffur nýttar á flottan hátt !

Við mælum með því að þið kíkið niður í geymslu til ykkar og athugið hvort það leynast einhverjar gamlar kommóður sem eru ekki lengur í notkun. Það er ótrúlega margt skemmtilegt hægt að gera með skúffur og margt mjög auðvelt. Hérna koma nokkrar hugmyndir að því hvernig þið getið endurnýtt gamlar skúffur. Svo er auðvitað bara að skella sér í elsku besta Góða hirðinn ef þið eigið ekkert fyrir.

 

Hérna eru hjólum bætt undir stórar skúffur og nýttar sem dótageymsla, Ég sé fyrir mér fallega málaðar skúffur með washi tape eða límmiðum til að gera þetta extra fallegt!

 

Falleg hugmynd fyrir náttborð, sérstaklega fyrir minni herbergi

 

Falleg bókahilla fyrir lítinn kostnað, æðislegt að setja fallegt ljós með.

 

Hérna eru fallegar teak skúffur málaðar að framan og fætur settar undir

 

Æðisleg lausn til að nýta plássið sem best, hjól sett undir hillur og rúllað undir rúm, hægt að nota minni skúffur fyrir smádót en stærri fyrir rúmföt og fleira.

 

Skemmtilegar krítartöflur, með smá hillu fyrir skrautmuni, lykla eða hvað sem er.

Grunn skúffa nýtt sem bakki og skúffur sagaðar og nýttar sem bókahillur.

Kveðja

KRÓM

Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR 

10255681_511039629002398_3516793592705616878_n