Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Geggjaður morgunmatur fyrir þá sem eru í tímaþröng á morgnana!

Hefur þú ekki alltaf tíma til að útbúa morgunmat þá eru þessi hollu hafrastykki algjör snilld til að grípa með. Einfalt að útbúa og sjúklega gott á bragðið.

Innihaldsefni :

 • 2 bollar af haframjöli
 • 1 bolli heilhveiti
 • 2 teskeiðar  kanill
 • 1 teskeið matarsódi
 • 1/4 teskeið salt
 • 1 1/2 bolli mjólk að eigin vali
 • 3 matskeiðar hunang
 • 2 matskeiðar hnetusmjör
 • 1/2 bolli sykurlaus eplasósa
 • 1 stórt egg
 • 1 teskeið vanilludropar
 • 1 meðalstór banani

Peanut-Butter-Oatmeal-Breakfast-Bars-Recipe

Aðferð

 1. Stillið ofnin á 190°
 2. Setjið öll þurrefnin í skál – hafrana – heilhveitið – kanilinn- matarsódan- saltið og blandið saman.  Setjið í aðra skál mjólkina- eplasósuna- eggið- hnetusmjörið- og vanilludropana.
 3. Blandið öllu saman. stappið bananan og bætið út í.
 4. Bakið í 35 mínútur, látið kólna og sketið í stykki.