Gerða skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Gerða: Auðveldara að borða hollt þegar maður undirbýr sig

Ég á auðveldara með að borða hollt þegar ég byrja daginn á því. Þá finnst mér best að undirbúa mig daginn áður því þannig hef ég enga afsökun.

það sem ég var að búa mér til núna var engiferskot, morgungrautur og grænn hreinsandi drykkur.

Morgungrautur: 2 tsk chia fræ, 2 tsk sólblómafræ, 2 tsk hörfræ, smá kókosmjöl og 4 matskeiðar af gluteinlausum höfrum. Ég fylli þetta upp í krukku með loki af möndlumjólk og bæti örlitlum kanil og smá hunangi við. Hræri þetta svo aðeins saman og set þetta inní ísskáp yfir nótt sem er þá tilbúið daginn eftir. Mér finnst gott að setja svo hnetur eða ýmis ber yfir áður en ég borða hann 😉

Grænn drykkur: Þennan undirbý ég líka daginn áður ef ég hef lítin tíma. Ég nota lúku af spínati, 1 stöng af sellerí, sítrónu, epli, avocado og granatepli. Stundum appelsínu eða bara það sem ég á til. Þetta set ég allt í blandara og í lokað ílát sem ég geymi inn í ísskáp. Ég byrja yfirleitt á grautnum og tek svo græna drykkin með mér út. Þetta er mjög hentugt þegar ég þarf að vakna semma og vek ekki upp alla á heimilinu með látum 🙂

Enginfer skot: Mér finnst gott að setja fullt af engiferi í safapressuna og eiga það til í litlum krukkum inn í ísskáp eða í stórri flösku sem ég get fengið mér eitt skot af á morgnana. Sumum finnst gott að blanda það örlítið við kalt vatn ef það er of stekt og einstaka sinnum hef ég pressað sítrónu með.

Þetta er í uppáhaldi hjá mér núna og er mjög orku mikið, gott og létt í maga. Endilega prófið ykkur áfram.

Þið getið fylgst með mér instagram: gerdurjonsdottir

Kær kveðja, Gerda