Gerða skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Gerða: Er morgunmatur mikilvægasta máltíð dagsins? Eða ekki?

Ég hef svo oft heyrt í gegnum tíðina hvað morgunmatur sé mikilvægur og komi jafnvel brennslunni af stað? Hvernig getur það verið? Ef við borðum morgunmat fer líkaminn þá ekki bara að vinna úr matnum? Notum við þá ekki fæðuna meira sem orkugjafa? Og af hverju fer þá fólk á svokallaðar “brennsluæfingar” á tóman maga?

 

Ný kenning er sú að færa morgunmatinn til hádegis til þess að líkaminn komi kerfinu af stað sjálfur sem eykur þannig endurnýjun frumna, testósteróns og HGH eða human growth hormón sem líkaminn framleiðir sjálfur og heldur okkur meðal annars unglegum, brennir fitu og eykur vöðvamassa. Til þess að hámarka árangur er ráðlagt að sleppa öllu kvöld snarli og leyfa líkamanum að hvílast áður en við förum að sofa og þegar við vöknum.

Þessi aðferð hefur verið kölluð 17/7 og auðvelt að nálgast upplýsingar um hana á netinu eða kaupa bókina.

Fasta er svo sem ekkert ný af nálinni og hefur verið til í allskyns formum í margar aldir. En með þessari aðferð hefur henni verið komið inn í hvern sólahring sem gerir hana aðeins auðveldara fyrir hjá sumum en ekki endilega öllum. Sumir eru alveg háðir morgunmat og er það gott og blessað á meðan sumir eru guðs lifandi fegnir að fá að seinka honum aðeins.

Þrátt fyrir að tíminn til þess að borða sé minni með þessari aðferð þá þýðir það ekki að það megi borða eitthvað minna heldur er mikilvægi lagt á að setja máltíðirnar vel saman með góðri fitu, próteini og smá kolvetni þegar maður borðar

Mín Reynsla

Ég hef alltaf verið nýjungagjörn og tel það nauðsynlegt þegar ég starfa við það að þjálfa fólk til þess að festast ekki í gömlum vönum og staðna. Ég hef hinsvegar látið alla kúra og bætiefni eiga sig einfaldlega vegna þess að það vekur ekki áhuga minn.

Þessa aðferð fannst mér hinsvega vert að skoða meira til þess að koma jafnvægi á hormónastarfsemi frekar en að léttast. Það sem gerðist í mínu tilfelli er að ég léttist aðeins of mikið og mátti ekki við því að mínu mati svo ég varð að hætta. Hjá mörgum er það eitthvað sem fólk sækjast eftir og er því bara gott mál.

Áhugi minn á þessari aðferð hefur reyndar ekkert minnkað en ég tel að ég þurfi að undirbúa mig aðeins betur og borða meira þegar glugginn til þess að borða opnast sem væri þá milli 12 og 19.

Ég hef tekið eftir að margir velta því fyrir sér hvort það megi alls ekki borða neitt þegar það er að fasta en það er í lagi að fá sér svart kaffi með engu, tvær matskeiðar af chiafræum, sem hafa verið bleytt upp í vatni, út í vatnsglas sem á að vera örlítið mettandi. Þetta mætti þá drekka bæði fyrir hádegi og eftir.

Persónulega hef ég aldrei verið mikið fyrir litlar máltíðir yfir allan daginn þar sem stöðugt álag er þá á kerfinu. Fyrir suma hentar þetta kannski vel en fyrir mér hljómar hitt betur. Hver og einn hefur sína aðferð en ég tel að af sú aðferð er ekki að virka sé nauðsynlegt að breyta til eftir ákveðinn tíma.

Sumir gætu þurft að borða meira af góðri fitu og nota hana sem helsta orkugjafann og minna af kolvetnum. Öðrum vantar kannski meira prótein. Þetta eru allt áhugaverðar pælingar fyrir þá sem vilja ná árangri og núverandi aðferðir eru ekki að virka.

Metum stöðu okkar reglulega og verum óhrædd við að prófa nýjar aðferðir! Þannig náum við árangri

 Kær kveðja, Gerða

IMG_2298