Gerða skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Gerða- Langar þig að komast í Splitt ? Hérna sérðu hvernig

Afhverju þurfum við að teygja ?

Ástæða þess að mikilvægt er að teygja vel eftir hverja æfingu er sú að þannig minnkum við líkurnar á meiðslum, aukum frammistöðu í æfingum og viðhöldum eðlilegri hreyfigetu sem nýtist okkur í daglegum athöfnum. Allt of margir sleppa því að teygja þar sem þeir vilja nýta allan tíman í að svitna og púla og sjá ekki tilganginn í að eyða tíma í teygjur. En sannleikurinn er hinsvegar sá að ef við erum stíf og stirð þá náum við ekki að framkvæma margar æfingar rétt sem aftrar okkur í að ná betri árangri.

Gefum okkur því alltaf 10-15 mínútur í teygjur eftir hverja æfingu!

Til eru margar aðferðir til að auka liðleika og hér er dæmi um aðferð sem ég nota til þess að komast í splitt:

unnamed-4

Við byrjum á því að setja fremri fót upp á dekk ( má nota hvað sem er) og tillum höndum sitthvoru megin við fótin í gólfið til þess að halda við

Þegar við finnum fyrir góðri teygju upp að sársauka mörkum að þá stoppum við og höldum teygjunni í 30 sekúndur

Mikilvægt er að spenna ekki á móti heldur anda rólega inn og út og leyfa líkamanum að síga niður í átt að gólfi á útöndun

unnamed-5

Eftir 30 sekúndur þá tókum við fótin rólega niður af dekkinu og förum beint niður í splitt á gólfinu

Þar höldum við teygjunni aftur í 30 sekúndur og munum að anda rólega í gegnum teygjuna

unnamed-3

Sylvía Dögg sem er í einkaþjálfun hjá mér og hún masteraði splittið á örfáum tímum með þessari aðferð!

You can do it 🙂

Hæg er að fylgjast með mér á Instagram HÉR: https://www.instagram.com/gerdurjonsdottir/

Með bestu kveðju, Gerða