ErnaKristín skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Gerðu kaffið þið hollara með aðeins einu trixi!

Fyrir marga er kaffi nauðsynlegur hluti af hverjum degi og sumir geta hreinlega ekki byrjað daginn fyrr en þeir hafa fengið kaffibollann sinn. Kaffi er koffíríkur drykkr sem gerður er úr brenndum baunum kaffirunnans og er yfirleitt borinn fram heitur eða ískaldur. Kaffi er ein algengasta verslunarvara heims. Heimsframleiðsla kaffis var 6,7 milljón tonn árlega 1998-2000. Langmesta framleiðslan fer fram í Brasilíu. Bragð kaffis fer fyrst og fremst eftir tegund en einnig eftir ræktunarskilyrðum, meðhöndlun, brennslu, mölun og aðferð við uppáhellingu.

En hvernig getum við gert kaffið aðeins hollara ?

Þannig gerir þú þetta
1.Þú þarft kaffivél, kaffifilter & nýmalað kaffi og kanil.

2. Setur kaffið í kaffikönnupokann og dreifir svo vel af kanil yfir.

3. Síðan lagarðu kaffi alveg eins og venjulega.

4. Lyktin sem fylgir uppáhellingunni er yndisleg og svo er þetta líka virkilega hollt og gott.

Afhverju Kanill?

Kanill er stútfullur af andoxunarefnum.

Kanill inniheldur efni sem hafa bólgueyðandi áhrif á líkamann.

Kanill er talinn geta dregið úr líkum á hjartasjúkdómum.

Kanill heldur blóðsykursmagni líkamans í skefjum.

Kanill þykir geta haft jákvæð áhrif á þróun Azheimers og Parkinsons sjúkdómanna.

mmmmM þetta verður þú að prófa!!!