Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Gigi Hadid svarar harðri gagnrýni um líkama sinn

Frægar og opinberar persónur þurfa að hafa breitt bak til þess að geta tekið gagnrýni eða hreinlega bara leitt hana hjá þér.

Undanfarið hefur Gigi Hadid verið harðlega gagnrýnd fyrir það hvað fólki finnst hún vera orðin allt of mjó.

Og finnst þar sem hún er fyrirmynd margra að hún ætti að passa upp á ímyndina.

Gigi hefur nú svarað þessum ásökunum og sagt frá því að hún sé með sjúkdóm sem  heitir Hashimoto sem veldur þessu þyngdartapi.

Sjúkdómurinn  Hashimoto er sjálfsofnæmissjúkdómur sem leggst á skjaldkirtil .  Orsök sjúkdómsins er ekki þekkt og því ekki þekkt nein leið til að koma í veg fyrir hann. Þeir sem eiga ættingja sem hafa sjúkdóminn eru líklegri til að fá hann  Skjaldkirtillinn situr framan á hálsinum og megin hlutverk hans er að stjórna orkuflæði líkamans, og gerir hann það með framleiðslu á svokölluðum skjaldkirtilshormónum sem hafa áhrif á efnaskiptahraða líkamans.(doktor.is)

Vonandi fær hún frið eftir að hafa útskýrt af hverju líkami hennar hefur breyst.