Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Girnilegur nachos-réttur – Ekta föstudags!

Þessi uppskrift er rosalega góð með einum íííísköldum drykk.

Hráefni

 • Tortilla snakk
 • 1/2 bolli niðurskornir tómatar
 • 10 niðurskornar ólífur
 • 1 1/2 laukur
 • 1 jalepeno
 • 1/2 cup maís
 • Gróft skorin kóríander ( Ég elska kóríander svo ég set mikið en það fer alveg eftir smekk)
 • 1/3 bolli ostasósa
 • 3 matskeiðar salsasósa
 • 3 matskeiðarisýrður rjómu
 • 1 teskeið cumin

Leiðbeiningar

 1. Hitið ofnin á 190 gráður
 2. Setjið í eldfastmót nachos yfir allan botninn
 3. Dreifið helming af ostasósunni yfir flögurnar
 4. Stráið yfir helmingnum af tómötuum, olífunum, lauknum, jalapeno og kóríander yfir
 5. Setjið annað lag af nachos flögum og hellið restinni af ostasósunni yfir
 6. Sráið restinni af tómötuum, olífunum, lauknum, jalapeno og kóríander yfir.
 7. Setjið smá rifinn ost yfir og bakið í ofninum í um 10 mín. Setjið salsa sósu og sýrðan rjóma yfir.

Verði ykkar að góðu !!

Kveðja

KRÓM
Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR