Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Tíska & Hönnun.

Gjafaleikur – Langar þig að velja þér flotta ZO•ON úlpu fyrir veturinn

Vetrarlína ZO•ON Iceland

Vetrarlínan er komin í verslanir ZO•ON Iceland og við ætlum í samstarfi við þá að gefa heppnum lesanda KRÓM flotta úlpu fyrir veturinn.

Hérna eru fjórar úlpur sem Ása, Emilía, Eva Ruza og Lína Birgitta sem eru allar bloggarar  hér á KRÓM völdu sér.

Þú getur valið þér eina af þessum fjórum úlpum, auðvitað þá sem þér finnst flottust og telur að henti best fyrir þig.

Berjast Parka

Hún Ása valdi sér þessa úlpu og segist varla hafa farið úr henn, enda er úlpan bæði klæðileg og flott í sniðinu  Sjá HÉR

Úlpan er ótrúlega hlý og góð er til í þremur litum og HÉR má lesa meira um Berjast Parka.

 

Mjöll Long Parka

Emilía valdi sér Mjöll sem er töff úlpa aðeins síðari að aftan og hægt er að taka fóðrið út og þá eru komin með flotta regnkápu sjá HÉR 

Úlpan kemur í þremur litum og þú getur lesið meira um Mjöll Long Parka HÉR 

 

Orri Down Parka

Eva Ruza valdi sér Orra sem er unisex úlpa sem er meiri um sig og hentar þar af leiðandi bæði fyrir konur og karla hún er frekar síð en hrikalega djúsí sjá HÉR

Orri kemur í tveimur litum og þú getur lesið HÉR meira um Orra Down Parka

 

Þrauka Padded Parka

Lína Birgitta valdi sér Þrauka með vaxáferð en henni finnst úlpan  hin fullkomna “hversdagsflík” í haust og í vetur hentar bæði í útivistina og til daglegra nota sjá HÉR

Þú getur lesið þér betur til um Þrauka Padded Parka HÉR 

 

Til að eiga möguleika á vinning þarft þú að:

Setja like á facebooksíðu KRÓM HÉR

Setja like á facebooksíðu ZO-ON  HÉR

Væti líka frábært ef þið eruð til í að deila færslunni.

Kvittið i kommenti hér að neðan hvaða úlpu ykkur langar í

Við drögum út 14.október