Íris Tara skrifar Flokkað undir Heimili & Arkitektúr.

Glæsilegt innlit hjá fagurkeranum Söru Dögg

Sara Dögg er móðir, innanhúsarkitekt, bloggari og fagurkeri. Hún flutti nýlega í Bryggjuhverfið ásamt kærasta sínum og 2 ára syni þeirra í íbúð sem þau gerðu upp. Útsýnið er glæsilegt yfir bryggjuna og íbúðin er einstök enda hönnuð eftir höfði Söru og fjölskyldu. Sara heldur úti vinsælum instagram reikningi @sdgudjons þar sem aldeilis er hægt að fá innblástur og einnig bloggar hún inn á Femme.is og deilir þar með lesendum hugmyndum fyrir heimilið og myndum úr sínu lífi.  Við fengum að leggja fyrir Söru nokkrar spurningar og deila með ykkur myndum af fallega heimilinu þeirra.

Hvernig myndir þú lýsa þínum persónulega stíl ?
Það er mjög erfitt ef ég á að segja eins og er. Ef ég ætti að reyna lýsa honum þá myndi ég segja að hann væri svolítið feminine masculine sem hljómar eins og mótsögn. En ég hallast mikið að hörðum efnum á móti mjúkum formum og svo dass af glamúr með.

Hefur þú alltaf haft áhuga á innanhúshönnun?
Já, alltaf! Mjög ung var ég byrjuð að teikna upp & hanna hús í Paint forritinu í þrívídd og ætlaði alltaf í arkitektúr, en með aldrinum fór ástríðan að beinast að innanhússhönnun. Sem krakki var Ikea bæklingurinn biblían mín, ekkert grín þar. Ég las hann fram og aftur, merkti og krotaði inn á hverju ætti að breyta og bæta. 

Ef þú gætir eignast hvaða hlut sem er inn á heimilið, hvað yrði fyrir valinu ?

Fallegt ljós eins og brass armaljósið frá 101 Copenhagen. Beetle Lounge stólar frá Gubi yrðu líka dásamlegir í stofunni minni.

Áttu þér uppáhaldsstað á heimilinu?

Ég er svo lánsöm að vera með guðdómlegt útsýni svo að ég verð að segja setustofan. Eldhúsið fær einnig tilnefningu.

Uppáhalds hönnuður?
Kelly Wearstler & Ryan Korban eru skemmtilega öðruvísi.

Uppáhalds verslun ?
Hér heima eru það Norr11, Heimili & Hugmyndir, Módern & Snúran

Síðustu kaupin?
Vefkaup, Stoff kertastjaki í brassi frá Snúrunni.

Hvaða litir eru ráðandi í innanhúshönnun um þessar mundir ?
Dökkir, mattir & möskí litir. Allir hlýjir gráir tónar og þeir sem leiða út í pínu grænt eru að koma sterkir inn. Fólk er að verða óhræddara að mála í dekkri tónum og ég er að elska það!

Áttu þér óskalista fyrir heimilið ?
Já, en margt fjarlægður draumur, en það er ókeypis að dreyma..
– Brautir í loft + Voal á alla íbúðina.
– Mantis loftlampa frá Módern.
– Nýtt baðherbergi.
– Fallegt ljós yfir borðstofuborðið.
– 2x Beetle lounge stólar frá Gubi í sléttu flaueli.
– Crispy Mega Love vasi frá Frederik Bagger.
– Svartan háan glerskáp.

Hvaðan færðu hugmyndir fyrir heimilið?
Allsstaðar frá, hvort sem ég er að fletta í gegnum tímarit, glápa á sjónvarpsefni, snæða á veitingastað en hvað mest fæ ég innblástur frá Pinterest-inu góða.

Nú hefur þú verið að mála sjálf myndir sem prýða heimilið. Hvaðan færðu innblástur fyrir þeirri list?
Mikið á Pinterest og svo fæ ég stundum svona þörf yfir mig þar sem ég mála bara eitthvað og breyti og bæti þangað til ég er sátt. Ég veit nákvæmlega hvað ég vil þegar ég sé það, ef ég sé það ekki strax og er ekki par sátt þá er ekkert mál fyrir mig að mála yfir myndina og skapa gjörsamlega nýja mynd. Ég mála í rauninni enga sérstaka mynd, þetta er rosalega mikið svart&hvítt abstrakt sem einkenna minn stíl.

(Myndirnar á veggnum eru eftir Söru Dögg)

Uppáhalds heimilisblogg/Instagram ?
The D Pages og My Domaine eru í miklu uppáhaldi.

Ef þú ættir að gefa lesendum innanhússráð, hvað væri það ?

Ég ætla ekki að gefa allt frá mér en hér eru nokkur…

– Ekki halda að hvítir veggir stækki rýmin, það er algjör mýta. Dekkri litir stækka rýmin og gefa þeim meiri dýpt og vídd.

– Verið óhrædd að mála í lit. Málning getur gjörbreytt rýminu, eins andrúmsloftinu. Málið loftið líka.

– Ekki spara þegar kemur að lýsingu. Ljósin eiga að vera skartgripir rýmisins.

– Hækkið sýnilegu lofthæðina með því að staðsetja gardínustöngina sem næst loftinu. Það eru mjög svo algeng mistök að hún eigi að vera rétt fyrir ofan gluggann. Það er algjört no-no, þið sjáið það um leið og þið færið hana ofar.

– Nýtið það sem þið eigið, það þarf ekki að rífa allt út og inn með nýtt. Sletta af málningu/lakki, og þetta gæti litið út eins og nýtt.

Borðstofuborðið er glæsilegt en það er frá Vigt

 

Sara valdi dökkann lit á veggina í svefnherberginu og rúmgaflinn er alveg dásamlegur en hún lét búa hann til fyrir sig hjá GÁ húsgögn.

Herbergið hans Nóels er ævintýralegt og sjamerandi

Sara er komin í jólaskap og það verður gaman að fylgjast með því hvernig skreytingar hjá henni verða þessi jólin

Þið getið fylgst með Söru á instagram HÉR og

Femme.is HÉR